28 apríl 2011

Tími á fréttir?

Síðustu vikur hafa flogið hjá. Börnin blessunarlega laus við veikindi og almenn leiðindi og neglurnar farnar að vaxa aftur eftir mikinn útlandaspenning. "Komumst við eða komumst ekki til Svíaríkis í MA nám?"

Svarið kom á föstudegi í apríl, Stokkhólmur er það heillin, hér komum við! Íbúðaleit er farin á fullt - það er reyndar svolítið eins og að finna nál í heystakki að finna í búð þarna. Nú eða krækiber í helvíti. Eða lífrænt epli í Bónus.

Vonum það besta samt :)

Framundan er hrikalega spennandi garðsala. Ég hlakka óstjórnlega til. Á pallinum í Vanó verður músík, pönnukökur og límonaði, fullt af dóti til sölu, hresst fólk og ýmislegt í boði fyrir gesti og gangandi. Eiginlega hlakka ég meira til garðsölunnar en flutninganna...

Skipulagsfríkin ég er búin að gera lista yfir hluti sem verða til sölu, þar kennir ýmissa grasa. Má þar nefna þvottavél og borðstofuborð, heimagerða heklaða kertastjaka, barnaföt, skó, geisladiska, stofuborð, hillur, bækur, leikföng og allskonar. Meira að segja Gilmore girls safnið mitt verður ekki sett á. Tvísýnt með Stóra Dímon. Jemundurminn á innsoginu!

Annars er maður bara að vinna og prjóna. Núna er ég með litla sæta peysu á prjónunum, latte baby sweater. Mín er hvít og blá með gráum kanti. Ótrúlega sæt og tekur enga stund.

Annars prjónaði ég eina bulkypeysu handa stóru sys í afmælisgjöf, ljósmórauða og ótrúlega flotta. Gleymdi að taka mynd af sys í peysunni til að skella hingað inn en peysan er eins og þessi, bara svolítið öðruvísi á litinn...

Ætli kellingin verði ekki að reyna að vera dugleg að skella inn fréttum, endilega kvittið, virka skilyrðingin virkar algjörlega á mig...