24 maí 2011

Stokkhólmsundirbúningur

Það er að mörgu að huga þegar flytja skal til annarra landa. Við erum svona rétt að fá smjörþefinn af því. Fyrst þarf að finna sér íbúð áður en maður getur farið að sækja um leikskóla og skóla fyrir börnin litlu. Svo þarf maður að skrá sig inn í landið og fá kennitölu og það getur víst tekið býsna langan tíma. Húsaleigubætur þarf að sækja um og komast inn í kerfið til að fá barnabætur og allskonar. Sjálfsagt örlítið minna mál ef ekki væru börn með í för ;)

Við erum búin að festa okkur íbúð. Jess! Hún er rétt við Hässelby strand sem er...hvað skal segja...vestur af Solna og háskólanum okkar. Það tekur um 45 mínútur að fara með lest í skólann og ég er strax farin að hlakka til að rölta á lestarstöðina með kaffibollann minn, lesa svolítið í skólabókunum í lestinni, rabba við eiginmanninn (ef hann verður með í för) og jafnvel kíkja í dagens nyheter ef tími vinnst til. Rétt við húsið okkar er risastór skógur, baðströnd stutt frá og það besta við þetta allt saman er:

G E S T A H E R B E R G I Ð

Það verður ótrúlega kósí að koma í heimsókn til okkar og förum við fljótlega að taka við pöntunum. Vonumst allavega eftir mörgum góðum gestum. Útlit er fyrir að minnsta kosti þrír fjölskyldumeðlimir komi í heimsókn í ágúst og svo bara rúllar þetta :) Fáum húsgögn með og þar kemur tvíbreitt gestarúm sennilega við sögu.

Svo væri þetta allt saman Nígeríusvindl (eins og við erum búin að lenda ítrekað í síðan við fórum að leita okkur að íbúð...).

Við erum búin að panta okkur one way ticket út þann 1. ágúst. Förum bara tvö út til að byrja með og það verður ótrúlegur lúxus :o) Krakkarnir koma viku seinna með fyrstu gestunum...

Næst á dagskrá er að klára að bóka flugin, skrifa undir leigusamning, sækja um leikskóla fyrir Djó og skrá Rannveigu í skólann, selja allt dótið okkar (til að eiga fyrir flugmiðunum) og halda mörg kveðjupartý og matarboð.

Yfir og út
trallan

20 maí 2011

Snjókorn falla...

20. maí og allt hvítt á Akureyri. Fallegt um að litast úti en maður var ekki alveg tilbúinn fyrir þetta veðurfar. Sumarblómin mín voru ekki komin almennilega upp úr moldinni og ég var farin að kúra með kaffið mitt á pallinum, jafnvel ná smá sól. Ég man nú samt eftir 17. júní í snjó og það eru ekki nema fimm eða sex ár síðan síðast snjóaði á þessum tíma.

Ég er að bíða eftir staðfestingu frá Stokkhólmi að við séum komin með íbúð - stóra íbúð með gestaherbergi. Leigusalinn er ekkert að drífa sig í að svara tölvupóstum og ég er að verða búin að naga neglurnar ofaní kviku af spenningi...

12 maí 2011

Íbúðaleitin gengur svona prýðilega

Ég er búin að sækja um tugi íbúða og ekkert gengur. Tveir svindlarar (reyndar örugglega sami svindlarinn) hafa reynt að leigja okkur einhverja íbúð sem er ekki til. Aðra meira segja á södermalm með húsgögnum og öllu inniföldu, hræbillegt. Hin var líka á góðum stað og fáránlega ódýr.

Hér er bréfið sem ég fékk í dag: 

Dear Valgerour,

Good Evening,thanks for the prompt in response.My Flat is Located at Södermannagatan 44,1140,Stockholm,Sweden,a very conducive place.
It is well furnished with easy access of transportation.features a living/dining room and 2 Double bedrooms with access to a private garden with a shed.The modern kitchen includes a fridge/freezer,stove top,exhaust,microwave,washing machine and dish washer.

The apartment has central heating;double glazed windows and,laminated wood floors.Furniture includes: sofa bed, dining table, 4 dining table chairs,standing light,coffee table,rug,media/TV table,double bed+mattress,two night tables,two table lights,dresser,cupboard,built- in closet,full equipped kitchen(dishes,cutlery, pots, pans,etc.),two garden chairs,curtains,blinds and lighting fixtures.There is wireless internet access in the apartment.

The rent for the whole Flat is 6000SEK per month including bills for
the whole Flat and a Security deposit of 8000SEK which is refundable
if you make no damages in the Apartment during your stay in it.

Internet and all bills are included in the rent

The pictures are attached with this mail so that you can see if you
like it or not.If you are interested do not hesitate to get back to me
with the details below for the rental agreement.

Your name
Your address
A scan copy of a proof of Identity
Move in date and move out date

We can also chat on MSN and skype on (Iza.mathilda.davelid89) .I am an easy going lady,i am fun to be with.Feel free to ask me any question if you have got any.I like to
know more about you too.
I will send my picture in the next mail.Thanks i await for your response.

Best Regards,
Iza Dävelid

------
Svefnherbergið var reyndar svo fáránlega ljótt að ég hefði kannski aldrei viljað flytja þangað hvort eð er...


Svo fengum við líka fallegt og skemmtilegt tilboð frá breskum gaur sem átti rætur að rekja til Svíþjóðar og vegna þess að hann fékk vinnu á Dunbar oil platform ákvað hann að leigja út íbúðina sína. Fyrst átti maður að borga honum fúlgur fjár, svo áttu lyklarnir að koma í pósti og þá hafði maður 10 daga til að skoða sig um í íbúðinni og ákveða hvort maður vildi fá hana. 

Frábært!

Google hefur algjörlega bjargað okkur í þessum svindlmálum en ég er orðin ótrúlega pirruð á þessu. Það er spurning hvort það sé yfir höfuð hægt að leigja sér íbúð án þess að vera á staðnum til að skoða og gera lygapróf á meintum eigendum. 

Vonandi fer þetta að ganga betur!

Annars er ég farin að prjóna í akkorði núna, klára sem mest af garnafgöngum og búa til eitthvað sem hægt er að koma í verð á væntanlegri garðsölu :) 

adios