18 janúar 2011

Einu sinni...

bloggaði ég í gríð og erg. Stundum á hverjum degi, stundum oft á dag. Svo varð ég feimin og hætti því.
Ætla að gera tilraun til að byrja aftur. Ég man nefnilega hvað þetta var helvíti gaman.

Í síðustu viku fór ég á pósthúsið og sendi mikilvæg skjöl til Svíþjóðar - fylgiskjöl með umsókn minni um MA nám í nokkrum skólum í Svíþjóð. Pósturinn er merkilegt fyrirbæri - ég fékk sumsé raðnúmer með kvittuninni minni og áðan fór ég inn á posturinn.is og gat séð að sendingin komst til skila í gær, klukkan nákvæmlega 13:13!

Þetta tók ekki nema tvo daga og en nú þarf ég að bíða í einhverja mánuði eftir því að fá að vita hvort einhverjum skólanna þóknist að veita mér inngöngu.


DagurTímiStaðurAðgerðTexti
15.01.201110:01102 Reykjavík-2PóstlagtPóstlagt
15.01.201111:20 C-Fór til útlandaISREKA T1220 Scan: P
16.01.201114:45 D-Kom á erlenda póstmiðstöðSESTOA Scan: D
17.01.201108:56 H-Afhendingartilraun/tilkynning erlendisSE/ Scan: H
17.01.201113:13 I-Afhent viðtakanda erlendisSE/ Scan: I


Svona umsóknarferli er svolítið bras. Til dæmis langar mig aldrei aldrei aftur að sitja í margar klukkustundir í lítilli tölvustofu ásamt 10 öðrum og taka enskupróf. TOEFL prófið gekk vel, samkvæmt niðurstöðunum er ég nógu góð í ensku til að komast inn í Harvard háskóla. En þetta próf var eiginlega kvöl og pína og ég hef sjaldan verið jafn úrvinda eftir nokkuð próf og þetta.

Ég hef eytt um það bil 560 klukkustundum á netinu að skoða skóla. Er búin að kíkja á flestalla skóla á TOPP500, þ.e.a.s. ef þeir voru í löndum sem komu til greina.

En nú er bara að krossa fingur og vona það besta. Ef jákvæð svör berast tekur við leit að húsnæði og skólum fyrir börnin...og leit að einhverjum sem er til í að leigja húsið okkar á Íslandi...spennandi ævintýri framundan!

1 ummæli:

  1. Jättebra frú Valgerður - endurkoman í bloggheima, umsóknin, frammistaða íslensku og sænsku póstþjónustunnar, osv. Heja Sverige!

    SvaraEyða

við elskum comment!