22 janúar 2011

Kragi

Ég lauk við gataprjónskragann úr "Fleiri prjónaperlum" í kvöld. Búin að þvo hann og liggur hann nú til þerris. Uppskriftin gerði ráð fyrir eingirni en ég prjónaði hann úr Kambgarni. Hann er handa Rannveigu og hún er voðalega viðkvæm fyrir "stingu-ullinni". Hann er hvítur með gatamunstri alla leið. Ótrúlega flottur og kósí. Ég fór alveg með um það bil tvær dokkur af Kambgarninu, sem var ágætt því ég keypti þetta garn fyrir einhverju síðan, notaði í vettlinga en átti afganga, einhverjar áteknar og eina heila. Felldi bara af þegar garnið var að klárast, skv. uppskrift hefði ég átt að prjóna eina umferð af munstrinu í viðbót.

Ég hef aldrei áður prjónað svona gatamunstur en það kom mér á óvart hvað þetta var einfalt og skemmtilegt. Eftir fyrsta munstrið hafði ég týnt tveimur lykkjum og þurfti aðeins að rekja upp og telja og átta mig á þessu öllu saman en svo bara small þetta og var mjög fljótlegt.

Aldrei að vita nema maður fitji fljótlega upp á öðrum svona, og þá tými ég ekki öðru en að hafa hann fyrir sjálfa mig...

Hér má sjá mynd af slíkum kraga:
http://www.flickr.com/photos/prjonaperlur/5110424982/in/photostream/

2 ummæli:

  1. Ég get ekki kommentað mikið á prjónaskap, já eða bara ekki neitt. En ég get sagt að mikið agalega þykir mér vænt um slóðina á bloggið.

    Kv. Lárus?! Sæll elskan.

    SvaraEyða
  2. þú duglega kona! ég á ennþá hálf upprakta götótta húfu og hálfa legghlíf síðan í tilraun minni til prjónaskapar fyrir ári síðan!

    SvaraEyða

við elskum comment!