04 nóvember 2011

Föstudagsfréttirnar...

Æ það er svo voðalega mikið að gera eitthvað í skólanum núna. Enginn tími til að skrifa langa pistla en hendi inn nokkrum myndum í staðinn! Í tilefni Halloween var búningadagur (með draugaþema) í leikskólanum í dag. Við vorum nú ekkert að splæsa í búðarbúning og dressuðum drenginn upp sem bónda. Hann ærðist næstum því úr spenningi á leiðinni í leikskólann í morgun, honum fannst hann svo frábærlega flottur! Leikskólakennarinn kallaði hann reyndar hillbillie en fyrirmyndin hans var sko Bjarni afi með skeggið. Krummafóturinn var hans hugmynd...


Það er búið að vera haustfrí alla vikuna hjá Rannveigu og við tókum okkur lærdómspásu í dag og skelltum okkur í Dronningsholms höllina, heimili Silvíu og Karls Gústafs. Hittum þau reyndar ekki en skoðuðum stóran hluta hallarinnar og það var osom.
Rannveig og Addi voru rosalega spennt...



 Svo mættum við þessari fallbyssu og Rannveig varð svolítið smeyk.
Sæl og glöð fjölskylda mínus bóndinn, eftir skemmtilega heimsókn og túr um höllina.

Höllin (reyndar bakhliðin). Þetta konungsveldi er nú meiri vitleysan...

Góða helgi!

7 ummæli:

  1. Jey - gaman að sjá myndir! Þið hafið það greinilega mjög gott þarna úti, afskaplega falleg og fín og glöð og sæt og frískandi :)

    SvaraEyða
  2. Ég elska þetta blogg! Það er svo gaman að sjá hvað allir eru lukkulegir þarna í Stokkhólmi.

    SvaraEyða
  3. Þið eruð awesome!
    Kv. ARF

    SvaraEyða
  4. Gaman að sjá sætu myndina af ykkur - lof jú :)

    SvaraEyða
  5. 2 vikur og ekki píp frá ykkur? Það er best ég skelli mér yfir til Svíþjóðar að tékka á ykkur!

    SvaraEyða
  6. Ég tel rétt að svo stöddu að nýtt blogg fái að líta dagsins ljós áður en annar í aðventu gengur í garð.

    SvaraEyða
  7. já þetta gengur náttúrulega ekki! Kemur allt með kalda vatninu, fyrir 2. sunnudag í aðventu, lofa.
    VSB

    SvaraEyða

við elskum comment!