28 október 2011

Svolítið myndablogg í tilefni föstudags...

Halló heimur. Ég fór í það í morgun að tæma myndavélina og ákvað að henda nokkrum þeirra hingað inn. Í október elduðum við uppáhalds uppáhalds matinn okkar, Sambosa. Þetta er svo sjúklega ótrúlega gott að ég fæ vatn í munnin við að horfa á myndirnar! Við Jóhannes sáum að mestu um eldamennskuna og tókum myndir af herlegheitunum...

Búið að preppa allt innihald í fyllingarnar, gerðum túnfisk og grænmetis. Svo gerðum við reyndar líka nokkrar pizzu sambosur fyrir krakkana, sem þau hámuðu í sig...

Túnfiskur til vinstri og spicy grænmetisfylling til hægri.

Svo þarf að fletja út deigið í litla hringi og skella fyllingunni inní...

Svo er aðalmálið að loka þeim þannig að þær séu nokkuð smekklegar og alls ekki götóttar. Tókst svona misjafnlega vel eins og sjá má...

Jóhannes, hundtryggi aðstoðarmaðurinn í eldhúsinu. Hann elskar að stússast í eldamennskunni! Hér er hann að setja fyllinguna í fyrir þau systkinin.

Ógó gaman!!! Svo náði ég ekki að smella mynd af afrakstrinum, við vorum öll orðin svo svöng...

 Krakkarnir elska að laumast í myndavélina og taka sjálfsmyndir...

Á þessum tímapunkti í lífi Jóhannesar Árna þurfti hann nauðsynlega á klippingu að halda og móðirin reddaði málunum. Þetta er sumsé eftir mynd. Ætli það verði ekki splæst í jólaklippingu fyrir drenginn, hann er að verða ansi hárprúður (vantar Gunna og Kristínu með rakvélina góðu!)

Rannveig fór á sundmót og keppti í tveimur greinum. Hún er með sína sér-sérvisku - setur hettuna yfir gleraugun svo þau detti ekki niður þegar hún stingur sér...

Svo komu amma og afi á Akureyri í heimsókn um miðjan október og Jóhannes var aðalkortamaðurinn og leiðsögumaðurinn. Hér er hann að vísa veginn í Globen...notalegt að fá gesti og við hlökkum til næstu heimsóknar sem er í nóvember. Svo hvíslaði lítill fugl að mér að bróðir og móðir væru búin að panta flug um páskana 2012...

Hér erum við um 130 m. fyrir ofan þetta fólk, sem stendur í röð til að fá gott stæði á Britney Spears tónleikunum í Globen. Þetta voru nú nokkrir klukkutímar í tónleikana þarna og fáir mættir...

Rannveig og Addi í Skyview klefanum sem fór með okkur upp á toppinn á Globen, þaðan mátti sjá yfir alla Stokkhólm og við vorum í svooo fallegu veðri. Alveg frábært! Ætli Hässelby sé ekki einhversstaðar þarna í fjarskanum...

Skíðasvæðið í Stokkhólmi...sjáið þið það? Já einmitt, litli hóllinn þarna í miðjunni...jafnvel ég kæmist kannski bjargarlaust og óbrotin þarna niður?! Þetta er svona eins og Jólasveinabrekkan á Akureyri.

Halloween-Rannveig. Planið var að vera uppvakningur, gamall maður sem hefði verið myrtur á grimmilegan hátt og væri nú risinn upp úr gröfinni. Við týmdum ekki að skemma mjög mikið af fötum og gátum ekki klínt allt út en þetta var útkoman. Myndavélin var reyndar eitthvað að stríða okkur og engin myndanna sem við tókum nær að lýsa stemmningunni...hún var býsna óhugnaleg stelpan!

Við hjónakornin erum á fullu í ritgerðarskrifum þessa dagana, Addi er að skila course-paper í dag og ég fljótlega...

5 ummæli:

  1. Gaman að sjá myndir! Mér finnst Rannveig ótrúlega flott í þessari múnderingu! Og ég er svo stolt af sunddrottningunni. Frænkuhjartað er líka stolt að sjá litlagaur í eldhúsinu. Jidúdda hvað ég hlakka til að testa þetta eldhús!

    SvaraEyða
  2. Það er greinilegt að það er nóg að gera í Stokkhólmi. Puss o kram!

    SvaraEyða
  3. Yndislegt! Knús og kossar til ykkar

    SvaraEyða
  4. Oooo það er svo gaman að skoða þessar myndir :)
    Kv. Fannsa

    SvaraEyða

við elskum comment!