01 október 2011

Skógarferð og síðustu sumardagarnir

Hér hefur verið frábært veður undanfarna daga, um og yfir 20 stiga hiti og glampandi sól í dag og í gær. Veðurspekingarnir segja að þetta séu síðustu sumardagarnir og nú komi haustið. Krakkarnir sem eru með mér í náminu og hafa búið í Svíþjóð í einhver ár hafa talað mikið um sænska veturinn og hversu H R Æ Ð I L E G U R hann sé. Við erum orðin býsna spennt og getum varla beðið eftir þessum hrikalega vetri. Hversu hræðilegur getur hann verið? Lýsingarnar eru allavega ömurlegar. Lestarkerfið leggst niður á snjódögum, svo mikil hálka að það er ekki stætt á gangstéttum og svo kalt að það smýgur inn í gegnum merg og bein. Og myrkrið. Skulum ekki gleyma því! Skólasystir hans Adda þurfti svo hreinlega að hætta í skólanum í fyrra af að það var svo kalt. Hryllingssögurnar náðu svo hæstu hæðum þegar ég ræddi veturinn við Pakistanann sem er með mér í skólanum. Hræðilegt, segi það og skrifa. Og við fjölskyldan bíðum spennt eftir að geta notað allar yfirhafnirnar sem við höfum fyllt skápana með og gönguskóna sem við fengum senda frá Íslandi...

Á fimmtudaginn skelltum við okkur í skógarferð í góða veðrinu eftir skóla og myndavélin var með í för. Við þurfum einungis að rölta  nokkur hundruð metra og þá erum við komin út í þennan dýrindis skóg.

Jóhannes fann risastórt tré...sólin og Mäleren á bakvið.

Jóhannes og prikin. Jamm, hann gerir lítið annað en að safna prikum, í hverum einasta göngutúr (bæði með foreldrum og leikskólanum) endalaust prik, lítil, stór...

Fullt af bláberjum í skóginum

 Og klettar sem gaman er að príla á


 ...og svo er líka gaman að hoppa af háum steinum...með prikin sín að sjálfsögðu!
 Allt í einu fundum við rólu sem hékk í tré...

Og svo birtust þessi hús líka alveg upp úr þurru

Annars allt gott að frétta, nóg að gera í skólunum hjá öllum. Jóhannes talar sænsku og íslensku í bland, uppáhalds orðið þessa dagana er TITTA. Rannveig er svakalega dugleg í skólanum og gengur sérlega vel í ensku og stærðfræði, sænskan öll að koma. Svo eru sundæfingar fjórum sinnum í viku og mjög mikið heimanám, nóg að gera hjá blessuninni! Prófessorinn minn mætti í spariskóm um daginn og Addi fór á hádegisfyrirlestur með Fredrik Reinfeldt í síðustu viku. Við erum komin með áskrift að Dagens Nyheter og svo ryksuguðum við í dag.

Nóg í bili,
VSB

4 ummæli:

  1. Hahaha, já bíðið bara spennt! Ég hef a.m.k. kynnst finnska vetrinum og lifði það nú alveg af! Hins vegar kynntist ég áströlskum hjónum sem fannst veturinn hálf erfiður eitthvað, þau sváfu með 3 dúnsængur hvort! S.s. samtals 6 dúnsængur í rúminu! Svo kynntist ég stelpu frá Suður-Afríku sem kom til Finnlands í janúar þegar kaldast er í Finnlandi og heitast í S.-Afríku. Hún var nærri farin heim aftur með næstu vél! Hún reyndar var hálf finnsk svo þetta hefði nú ekki átt að koma henni svona stórkostlega á óvart.

    Gott að vita að þið eruð búin að ryksuga, ég var farin að hafa áhyggjur af þessu hjá ykkur. Krakkarnir auðvitað standa sig eins og hetjur, hvernig er annað hægt en að safna prikum í sænskum skógi!

    Knús í hús!

    SvaraEyða
  2. Þetta verður spennandi :) Gaman að lesa um litlu krúttin ykkar, frænka hans Leifs sagði hætti að segja "´kíkja" og sagði alltaf titta - kannski dettur titta bara inn for good.

    Knús og kossar til ykkar - eyrin var tómleg án ykkar....

    kv Ásdís

    SvaraEyða
  3. Þetta var sérdeilis skemmtileg lesning, og gaman að sjá myndir :) Tek undir með Önnu, gott að vita af ryksuguninni.
    Hrikalega er Addi spengilegur, er hann alltaf að hlaupa!!?
    Knúsur og ást <3

    SvaraEyða
  4. Fyrst maður er alltaf að kíkja hérna inn af og til ætli það sé þá ekki kominn tími á að maður tjái sig aðeins.
    En það var rosaleg vöntun á ykkur um síðustu helgi þegar að laundóttir ykkar átti afmæli. Því miður var skype þarna því það hefði nú verið hrikalega gaman að sjá ræðuna frá Adda í gegnum skype :D

    Annars þá er mjög gott að heyra að þið séuð öll í góðum gír, hvað þá að Addi sé eitthvað að grennast enda kominn tími til. Búinn að hafa áhyggjur af honum í mörg ár, jaaa eða frá því að ég hætti að mæta í hádegistímana með honum ;D

    Bestu kveðjur úr Vallenginu
    Hafþór

    SvaraEyða

við elskum comment!