09 október 2011

Sundblogg

Í morgun hringdi vekjaraklukkan tíu mínútur í sex. Á sunnudegi!!! (geisp!) Við Rannveig vorum komnar út úr húsi kl. 06:40 og tókum tunnel og strætó á sundmót í Jakobsberg. Upphitun hófst kl. 8 og drottningin var svo búin að keppa um kl. 18. Vorum svo heppnar að fá far heim með annarri sundmömmu svo við vorum komnar heim um 18:30 og sluppum við strætó á köldu októberkvöldi.

Sumsé, fyrsta stóra sundmótið sem daman keppir á hér í Stokkhólmi. Keppendur voru á aldrinum 10-17 ára, reyndar voru aðeins þrír krakkar fæddir 2001, allir hinir eldri. Keppendur komu víða að - Álandseyjum, Uppsala, Västerås og svo framvegis. Rannveig var að keppa í 100 m bak- og skriðsundi og stóð sig mjög vel. Hún bætti tímann sinn í 100 skrið um heilar 9 sekúndur síðan á Akranesi í vor og hefur farið mikið fram í tækninni. Hér eru miklu fleiri móti í boði en heima og næsta stóra mót verður eftir þrjár vikur.

Helsti munurinn á sundmótum á Íslandi eða hér í Stokkhólmi er inni-úti fítusinn. Heima eru kuldagallar og ullarteppi á milli greina en hér eru sundlaugarnar inni, engin loftræsting og óbærilegur hiti. Allir á hlírabolunum!

Rannveig stendur sig sumsé mjög vel í sundinu, er með þeim yngstu sem eru komnir upp í keppnisflokk, hennar jafnaldrar eru flestir í tækni-flokkum sem keppa ekki. Bekkjarfélögunum finnst talsvert til þess koma að hún kunni sund - en hér er sund ekki sjálfsagður partur af námskrá og ekki allir bekkjarfélagar hennar sem eru syndir.

12 ummæli:

  1. Ég held að það sé búið að vera eitthvað vesen á kommentakerfinu, breytti aðeins stillingunum og vonandi er það skárra núna...eller hur?

    SvaraEyða
  2. Duglega Rannsý mín! 9 sekúndur er ekkert smá mikið!!! High five til hennar frá stoltu frænkunni :)

    SvaraEyða
  3. Hún er svo dugleg litla drottingin ykkar! Knúsur og kossar frá Hagamelsmæðgunum :)

    SvaraEyða
  4. takk takk :) Rannveig les alltaf bloggið og tekur ánægð við high-fivi og knúsum og kossum :)

    SvaraEyða
  5. Frábært! Hún stendur sig vel þessi elska :)
    ARF

    SvaraEyða
  6. Meira high five - og meira knús til Rannveigar :) Knúsaðu múttuna þína frá okkur Maríu og fáðu knús frá okkur Maríu í gegnum múttu :)

    SvaraEyða
  7. djöööfull er ég ánægð með þessa blogguppgvötun. þetta gerði alveg daginn minn valla.

    SvaraEyða
  8. Hey! Þið elskið komment, við elskum færslur! Hefur í alvörunni ekkert gerst í heila viku? ha?
    Sakn!

    SvaraEyða
  9. Til hamingju með sundsnillinginn!

    SvaraEyða
  10. Glæsilegt! Til hamingju með árangurinn :-)

    SvaraEyða

við elskum comment!