04 desember 2011

Vöðvabólga og vökunætur...

Við Addi erum í óðaönn að reyna að klára lokaritgerðir í kúrsunum okkar. Ég er í kúrsi sem heitir Educational Planning og námsmatið byggist eingöngu á stórri lokaritgerð. Fleiri einingar en BA ritgerðin mín sko...Sama hjá Adda í kúrsi sem heitir World Orders.

Ég er að gera ESD (Educational Secter Diagnosis) á hinu ímyndaða landi NOVANIA, land sem UNESCO hefur búið til að "aflað upplysinga" um, sem ég nota svo til að byggja greiningu mína á og lausnir við vandamálum í þessu blessaða landi. Þarna er allt í steik svo ekki sé meira sagt og ég þarf að velja mér fimm megin vandamál til að greina í ræmur og koma með lausnir við. Þetta er svona æfing fyrir framtíðar vinnu mína hjá UNESCO sem Educational Planner (afsakið, veit ekki hvaða íslenska orð ég ætti að nota...).

Addi er að gera framtíðarspá, en hann á að meta hvernig skipulagið verður í heiminum 2060. Hvaða ríki eru stærst og áhrifamest o.s.frv. Hver verður staða Bandaríkjanna 2060? En Asíuveldanna Kína og Indlands? Hefur Afríka náð að komst til áhrifa?

Á mánudaginn kl. 9 skilar Addi sinni inn og ég fyrir kl. 10 sama dag.

Það er alltaf hægt að sofa seinna...

Þetta tekur á taugarnar

5 ummæli:

  1. Hleypið mér út úr þessu partýí... hér er allt í steik!

    Gangi ykkur vel elskurnar! Sendi ykkur mínar bestu lestrar- og piparkökukveðjur. Ástarknús á börnin, hlakka svo til að sjá Robin vinna og sjá hvernig Rannsý snillingur skreytir húsið. Lovvá ykkur öll!

    SvaraEyða
  2. jiiiiii, og ég hélt að að það væri mikið að gera hjá mér...það er það ekki. Takk fyrir að gefa mér nýja og betri sýn á mína litlu próftíð :)
    Kv.Ingveldur

    SvaraEyða
  3. Hæ Valla, tralla

    Þú ert dugnaðarforkur, verður ekki í vandræðum með að leysa vandamálin í þessu landi. Svo kemurðu heim og bjargar íslenska menntakerfinu eins og ekkert sé.

    Kveðja úr snjóbænum

    Anna Sigga

    SvaraEyða
  4. ég ætla að láta Novania taka námskrána í gegn sko!!! Og stinga upp á mér sem nýjum menntamálaráðherra.
    Valla

    SvaraEyða
  5. Spennandi viðfangsefni hjá ykkur báðum. Spáðu í það hvað jólafríið verður kærkomið eftir þessa törn. Koma svo!

    SvaraEyða

við elskum comment!