14 desember 2011

Santa Lucia

Smá myndasyrpa af Lúsíunni síðan í gær!

Rannveig Katrín var Lúsía með fimm kerti á höfðinu.

Stóð sig með prýði að sjálfsögðu :)


Sýningunni lokið og Lúsía stormar út með kertavax í hárinu

Jóhannes í piparkökufötunum sínum, tilbúinn að slá í gegn með leikskólavinunum.


Eitthvað varð hann nú feiminn þegar herlegheitin byrjuðu og allar söngæfingarnar skiluðu ekki orði upp úr honum. Hann var svona meira í skoða sig um og gretta sig og geifla.

Svo var "fika" á eftir, vinirnir vildu endilega stilla sér upp. Faez og Jóhannes með djús og piparkökur.

Hey då í bili!

5 ummæli:

  1. Þrennt hérna sem ber af, Lúsían, Piparkökudrengurinn og piparkökuhúsið! Það er eins og Rannsý hafi ekki gert annað um ævina en að búa í SVíþjóð og leika Lúsíu! High five á hana frá mér! Og ofurknús í piparkökuhús :)

    SvaraEyða
  2. Vá vá! Fín Lúsía! Og líka flottur piparkökukall.

    SvaraEyða
  3. ég verð að eignast piparkökuföt! verð.

    annars áttu andskoti glæsileg börn valla! þau eru greinilega að taka svíþjóð með trompi.

    SvaraEyða
  4. Ohhh...þau eru svo mikil krútt...ég táraðist bara við að skoða myndirnar og horfa á myndböndin.
    Knús í hús, KB

    SvaraEyða
  5. Gaman að þessu. Flottur söngur og lúsían stendur sig vel. Verð líka að segja að þessi piparkökuföt eru algjör snilld. kveðja, FB

    SvaraEyða

við elskum comment!