21 desember 2011

Bíddu er strax kominn 21. desember!!!

Finnst eins og ég hafi sett myndböndin af drengnum inn í gær! Lítið að frétta, jólin nálgast og helsta áhyggjuefni mitt er jólasteikin. Var orðin býsna góð í að elda hamborgarhrygg en svoleiðis fæst nú víst ekki hér eða að minnsta kosti höfum við ekki rekist á svoleiðis ennþá. Okkur langaði líka svolítið að profa að taka Svenson á þetta og hafa sænska jólasteik. Samt erum við ekki tilbúin að fara alla leið og bjóða upp á hlaðborð fyrir fjóra með litlum pylsum, mörgum síldartegundum, kjötbollum og saltaðri svínasteik með sinnepi, svo fátt eitt sé nefnt. Smakkaði svínasteikina hjá bóndanum áður en við keyptum hana, hún var góð og minnti á hamborgarhrygg og því var ákveðið að elda hana eins og Svíarnir gera en hafa hamborarhryggsmeðlætið. Það gæti klikkað svakalega en það gæti líka slegið í gegn. Ef allt bregst fáum við okkur bara kornflex og mjólk.

1 ummæli:

  1. Eða kjötsúpu! Þetta getur ekki klikkað, þetta var hamingjusamur grís!

    SvaraEyða

við elskum comment!