31 desember 2011

Gleðilegt nýtt ár!

Fyrir ári síðan var kalkúnn í ofninum í Vanó, humarinn í vinnslu og frábærir gestir í húsinu. Á nýjársnótt var spáð í bolla og helstu þættir sem spáð var fyrir um eru í lokuðu umslagi ofaní skúffu hjá mér hérna á Maltesholmsvägen. "Opnist að ári" stendur framan á umslaginu. Ég veit ekki hvort ég opna umslagið í kvöld, þar sem spámaðurinn og flestir sem spáð var fyrir eru á Íslandi...en tíminn hefur svo sannarlega verið fljótur að líða! Í kvöld verður hvorki kalkúnn né humar en KS lambalæri og döðluterta eiga að koma í staðinn. Saknaðarkveðjur!

Gleðilegt nýtt ár og passið ykkur á flugeldunum! Hér koma svo nokkrar jólamyndir frá okkur.

Á aðfangadag var farið í hressingargöngu áður en Andrés önd byrjaði.

Jóhannes vildi ekki vera með á árlegu jólatrés- og pakkamyndinni. Eins og sjá má er tréð ekki sérstaklega stórt og var því bjargað með því að klæða kassa inní efni og hækka tréð upp um nokkra sentimetra. Sama hugmynd og að setja litlar konur í háa hæla, þá lítur allt betur út!


Fallegar Lín jólasvuntur. Ekki þó Lánasjóðsins sem við fullorðna fólkið treystum á þessa dagana heldur Lín design.

Jóladagur. Nammi.  

Fyrsta skautaferðin, Vasaparken 29. des. Rannveig datt aldrei en Jóhannes var svolítið á hausnum.

3 ummæli:

  1. En hvað Rannsý er flott með svona naglalakk! Algjör gella:) Og pápi með nýja fína klippingu! Söder?
    Þið eruð yndi - takk fyrir allar gæðastundirnar á árinu sem er að kveðja. Hlakka mikið til að eiga enn fleiri gæðastundir með ykkur á nýju ári, get svo svarið fyrir það! Knúsur og ofurkossaflens til ykkar allra :*

    SvaraEyða
  2. Farið þið vel með ykkur á nýju ári kæru vinir, þökkum kærlega fyrir okkur og allar skemmtilegu stundirnar á líðandi ári. Áramótakveðja frá næstum vísitölufjölskyldunni (vantar gæludýrið) í Vallenginu

    P.s. kortið er enn í vinnslu :/

    SvaraEyða
  3. Gleðilegt sítt hár elskurnar!

    SvaraEyða

við elskum comment!