24 júlí 2012

Garðar og grænmeti

Eitt af því sem er svo frábært við Stokkhólm eru öll grænu svæðin. Hér eru svo ótal margir skemmtilegir almenningsgarðar og margir með frábærum leikvöllum og sumir bjóða bæði upp á strönd og leikvöll! Og við erum ekki að tala um litla leikvelli heldur risastóra með allskonar skemmtilegum tækjum, buslupollum, klifurgrindum, drullumalli, tennisvöllum, hjólum o.s.frv.

Eina sem þarf (ef maður vill sleppa við að kaupa rándýran mat og drykk í nágrenni garðanna) er að skipuleggja gómsætt nesti, pakka í körfuna og halda af stað. Í uppáhaldi hjá okkur eru Ciabatta brauð, rjómaostur, graflax og rucola, smjör, skinka, gúrka og paprika. Eitthvað heimabakað, vatn og ávaxtasafi, ávextir og jafnvel kjúklingasalat. Það tekur ekki langan tíma að útbúa gott nesti, bara smá skipulag og nennu - og er afskaplega budduvænt.

Um daginn fórum við í stóran garð á Kungsholmen, sem heitir Rålis (um 25 mínútna fjarlægð frá Hässelby strand). Þar hittum við vinkonu okkar og fimm ára frænda hennar. Að þessu sinni tókum við með okkur hamborgara, hamborgarabrauð og grænmeti og grillið okkar góða. Eftir leik á leikvellinum og sólbað á ströndinni grilluðum við og drukkum svolítið ískalt hvítvín með.

Efri myndin er stolin (við fórum ekki í strandblak) en sú neðri er alveg lögleg.


Engin ummæli:

Skrifa ummæli

við elskum comment!