13 ágúst 2012

Åland - Mariehamn




Það er afar vinsælt hjá Svíum að sigla til Álandseyja/Turku/Helsinki með Viking line eða öðrum fyrirtækjum sem bjóða upp á sambærilegar siglingar. Það tekur ekki svo langan tíma, skipin (sem rúma um 2500 manns) eru vel útbúin, með veitingastöðum, skemmtistöðum og að sjálfsögðu fríhöfn. Það er vinsælt að leggja af stað að um miðjan dag frá Stokkhólmi og koma til baka að morgni næsta dags, með um 10 mínútna viðkomu í Finnlandi. Að sjálfsögðu er djammað rækilega um borð og tollurinn tekinn með í land (ein sterk, fjórir lítrar af léttu og 16 lítrar af bjór á mann!). Þessi rúntur kostar allt niður í 19 krónur sænskar, eða um 350 kr. íslenskar. Málið er bara að það er bannað að drekka fríhafnaráfengið um borð og bannað að hafa með sér nesti/eigin mat.

Kristín systir og fjölskylda voru hjá okkur í nokkra daga nú í byrjun ágúst og fórum við meðal annars í siglingu. Við höfðum reyndar ekki áhuga á því að fara með partýskipinu mikla og völdum rólegheitaskip. Slatti af sígaunum urðu okkur þó samferða (taldi 12 sígaunakonur) og svo þótti okkur athyglisvert hversu margir skiptu um skip í Mariehamn, eftir um 7 tíma siglingu - og sigldu beint aftur til Stokkhólms. Greinilega bara siglt fyrir tollinn! Annars vorum við Addi að grínast með það að fara í svona siglingu í vetur, það eru svo góð leikherbergi fyrir krakkana um borð og frí nettenging - það væri kannski hægt að ná góðri lærdómstörn þarna ;o)

Ferðin var frábær, æðislegt útsýni og gaman að sigla um sænska skerjagarðinn! Það eru endalausar eyjar, sumar jafnvel bara með einu húsi á. Bátaumferðin var mikil og við mættum alveg ótrúlega mörgum stórum skipum. Við stoppuðum í Mariehamn á Álandseyjum og gistum þar í eina nótt. Ég væri alveg til í að eyða nokkrum dögum á eyjunum, helst sem mest á reiðhjóli! Eyjarnar eru um 6500 talsins, þar tala allir sænsku en þær eru þó hluti af Finnlandi. Allflestar búðir taka við sænskum krónum svo það var ekki mikið sem benti til þess að við værum í raun komin til Finnlands.

Svertingsstaðahjónin hress eldsnemma á mánudagsmorgni, í lestinni á leiðinni í ferjuna. Held að klukkan hafi verið um það bil 06:30 þegar myndin var tekin.

 Í innritunarröðinni áður en lagt var af stað til Mariehamn.



Það var skýjað og lélegt skyggni þegar við sigldum út sænska skerjafjörðinn svo ég tók ekki margar myndir. En hér er dæmi um týpíska eyju, lítil með örfáum húsum :)


Unglingurinn uppi á dekki.




Við gistum í tveimur svona húsum, 10 fm með kojum. Ótrúlega snyrtilegt og frábær aðstaða á tjaldsvæðinu Gröna Udden í Mariehamn.

Fyrsta sem Rannveig gerði þegar við komum á tjaldsvæðið var að taka sundsprett í Eystrasaltinu. Þar voru marglyttur - eitthvað sem hún er ekki vön hér í Mäleren. Spretturinn var því stuttur...


Við fórum með þessu skipi.

Í Mariehamn.





Við vorum ekki nógu pró, en þessi var það. Það var hægt að kaupa svona kerrur í fríhöfninni og pössuðu þær einmitt fyrir bjórinn sem hægt var að trilla með sér í land í Stokkhólmi.

Frábær ferð í yndislegum félagsskap og okkur langar aftur til Álandseyja og stoppa lengur næst...






3 ummæli:

  1. Þetta var svo skemmtileg ferð og svo má ekki gleyma ofvöxnu pizzunum...tollurinn sem við gátum tekið saman í gær hér heima er minni en tollurinn á mann þarna en þess má geta að Lapin Kulta fékkst ekki í Fríhöfninni

    SvaraEyða
  2. Lapin Kulta, klassi!
    Vsb

    SvaraEyða
  3. Ég væri til í svona ferð! Sérstaklega í bjórinn :)

    ARF

    SvaraEyða

við elskum comment!