06 september 2012

Frappe time!

Grikkir eru þekktir fyrir kaffiást sína og þeir eru snillingar í að búa til unaðslega kalda kaffidrykki sem eru hæfilega svalandi í hitanum.

Þessa daga sem ég dvaldi í Grikklandi drakk ég...tja...veit ekki hvað marga Frappe. En þeir voru sennilega nokkuð margir. Ég greip með mér eina dollu af Frappe-kaffidufti og hef verið að æfa mig í að gera Frappe heima.



Allt sem þarf er kaffiduftið, froðuþeytari, mjólk, ísmolar og sykur ef vill. Ein teskeið af kaffiduftinu, smá sykur og ca. tvær matskeiðar vatn. Svo freyðir þetta alveg upp að glasbarminum þegar maður notar froðuþeytarann. Tveir, þrír ísmolar, mjólk og auðvitað RÖR. Þennan drykk þarf að drekka með röri. Kaffið er sterkt svo mér finnst betra að setja pínu sykur og mjólk- þó ég sé vön að drekka kaffið mitt svart og sykurlaust.

 
Fullkominn drykkur áður en lagt er af stað til Parísar! Au revoir!

1 ummæli:

  1. ég er orðin of afbrýðissöm til þess að geta lesið þetta blogg þitt.
    grikkland - frappó - parís.
    hvar endar þetta?!

    SvaraEyða

við elskum comment!