05 september 2012

Life goes on ;)

September hafinn og allskonar að gerast á Maltesholmsvägen. Það var svolítill skellur að þurfa að hefja strögglið aftur, sundskutl, vakna á morgnana, byrja að læra, sitja í lestum heilu og hálfu tímana og svo framvegis. En þetta er allt að koma :o)

September er líka svo góður mánuður. Hann hófst á því að Hildur Ey vinkona kom í heimsókn frá Osló og við fórum saman í Tjejmilen, sem er 10 km hlaup um Djurgården. Um 25.000 konur tóku þátt og þetta var alveg frábært, þrátt fyrir gríðarlega rigningu og drullu. Þetta minnti mig á Laufskálaréttarstemmningu, að trampa þarna í drullunni á mótssvæðinu innan um fullt af fólki.

Ég ætla svo að skella mér til Parísar á morgun í löngu planaða vinkonuferð. Þar munu hinar fimm fræknu hittast á ný eftir langa fjarvist og spássera um stræti Parísar.

Svo fáum við gesti og litli drengurinn okkar verður fimm ára 13. september. Ekki svo lítill lengur eða hvað?

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

við elskum comment!