28 september 2012

Jóhannes Árni fimm ára!

Við fögnuðum afmæli Jóhannesar um miðjan september með góðum gestum, en foreldrar Adda komu og voru hjá okkur í nokkra daga í kringum afmælið hans. Það var því heppinn lítill (eða ekki svo lítill) drengur sem fagnaði afmælinu sínu og bauð upp á köku og fékk margar gjafir, bæði skemmtilegar og nytsamlegar! Lego á hug hans allan þessa dagana og fær hann ekki leið á því að búa til allskonar farartæki úr legóinu sínu. Enda fékk hann legó - flugvél, löggubíl, slökkvibíl og slökkvibát í afmælisgjöf (það þarf að fara að gefa krakkanum dúkku til að jafna þetta út!). 

Daginn eftir fimm ára afmælið fórum við með hanní fimm ára skoðun (alltaf sama nákvæmnin hjá Svíunum). Hann er (sem fyrr) svolítið fyrir ofan meðallag bæði í hæð og þyngd, þó aðallega hæð. Hann er orðinn um 115 cm og tæplega 20 kíló. Hann talaði og talaði og hjúkrunarfræðingurinn þurfti (sem fyrr) að stoppa hann af. Hann vildi ekki teikna sjálfsmynd fyrir hana en teiknaði ýmislegt annað og svo sá hann svona svakalega vel. Sumsé, allt jätte bra!

Nokkrar afmælismyndir fylgja - takk allir fyrir skemmtilegar sendingar, símtöl og kveðjur! 


Að morgni afmælisdags - hlaupahjól sem hefur vakið mikla lukku!

Kominn heim úr leikskólanum og farinn að opna fleiri pakka :o)

Kominn í nýjan bol sem stóra systir gaf og nýtur aðstoðar hennar við að opna gjafirnar. 

Veiii lego bátur!

Svo grillaði pabbi pylsur og mamma bakaði köku. 

Að lokum - ein góð af Rannveigu með ömmu sinni við Drottningholm slott. Þar er æðislegur garður sem við höfum algjörlega misst af, þvílík synd! Þurfum að vera dugleg að fara þangað næsta vor :o)



3 ummæli:

  1. Til lukku með litla drenginn þinn! Þetta eru nú meiri æðibitarnir sem þú átt Valla mín.

    SvaraEyða
  2. Nafnlaus á undan er sko HHa

    SvaraEyða

við elskum comment!