14 nóvember 2012

3/4 lokið...

Ég kláraði síðasta kúrsinn í dag og er að sjálfsögðu afar ánægð með það. Næst á dagskránni er þá að hella sér út í vinnu við lokaritgerðina. Ég hlakka til að fást við það verkefni, þó enn sé frekar óljóst hvað ég ætla að skrifa um og hvaða aðferðafræði ég ætla að nota, en ég á tíma hjá leiðbeinandanum mínum á þriðjdaginn og hann hjálpar mér vonandi að koma svolitlu formi á hugmyndir mínar.

Tíminn hefur verið svo ótrúlega fljótur að líða og það er skrítið að hugsa til þess að við eigum aðeins eftir örfáa mánuði hér í Stokkhólmi! Við eigum enn eftir að gera svo margt af því sem við ætluðum að gera meðan við værum hérna úti, ég vona innilega að við getum grynnkað á to-do listanum okkar. Til dæmis langar okkur mikið mikið að skreppa yfir til Noregs, ferðast aðeins um norðurhluta Svíþjóðar, sigla til Gotlands og fara í ævintýraland Astridar Lindgren í Smálöndunum...og svo framvegis...

Ekkert útilokað ennþá :o)


1 ummæli:

  1. Þið verðið að kíkka á ævintýraland Astridar :)
    En já þetta er búið að líða ótrúlega hratt!

    ARF

    SvaraEyða

við elskum comment!