22 nóvember 2012

Keane

Í síðustu viku fórum við Addi á tónleika með bresku poppurunum í Keane. Við hlustuðum mjög mikið á þá á tímabili, sérstaklega seinni árin okkar í Reykjavík. Og þá sérstaklega í Renault nokkrum Megane á ferðalögum okkar milli höfuðborgarinnar og Akureyrar.

Það var mjög gaman að sjá og heyra í þeim og skemmtum við okkur mjög vel. Tónleikarnir voru haldnir á tónleikastað sem heitir Münchenbryggeriet og er ekkert svakalega stór (sjá mynd!). Við stóðum upp við ljósa- og hljóðbúrið allan tímann og ég fylgdist að sjálfsögðu spennt með ljósamanninum. Gat séð play-listann hjá honum og var farin að kunna á ljósatakkana svona undir lok tónleikanna... ;o)

Ég hlustaði þónokkuð á nýjustu plötuna þeirra vikurnar fyrir tónleikana og einnig rifjuðum við hjónin upp eldri lög hljómsveitarinnar, svo við gætum sungið með! Þetta voru þrusu góðir tónleikar, söngvarinn kom skemmtilega á óvart svona live, ekkert mas og þras og öll skemmtilegustu lögin spiluð. Gallinn (ef er hægt að kalla það galla?!) við þessa hljómsveit er hvað lögin þeirra eru einsleit. Svona meira en gengur og gerist, hef ég á tilfinningunni. Að öðru leyti - frábært að komast saman út úr húsi, hlusta á góða tónlist, fá sér göngutúr í nóvemberkuldanum og ná meira að segja að rölta um aðrar götur en vanalega!

1 ummæli:

  1. Snilld! Keane eru æði :) Gott hjá ykkur að fara út og anda að ykkur ferska loftinu (og kannski kyssast undir tré)

    SvaraEyða

við elskum comment!