10 desember 2012

10. desember

Tíundi desember í dag og því fylgja blendnar tilfinningar! Hér ríkir að sjálfsögðu tilhlökkun yfir ferðalaginu sem framundan er - en við lendum á Íslandi 21. desember og stoppum yfir jólin. En það er líka svo margt sem þarf að gera áður en við getum lagt af stað, Addi þarf að KLÁRA MA ritgerðina sína og ég þarf að klára uppkast að fjórum köflum. Við erum að vinna í þessu öllu saman...í miklu kappi við tímann.

Og stundum vantar einbeitingu og hvata til verksins, þegar mann langar ekkert meira en að dúlla sér í bænum, drekka jólaglögg og fara á jólamarkaði. Stokkhólmur hefur klæðst vetrarskrúða og þó mér finnist sumarið gott þá er veturinn svo fallegur hérna í þessari vatnaborg.




Það þýðir víst lítið annað en að bretta bara upp ermarnar og halda sér að verki, 11 dagar í Ísland! Það er fáránlegt að hugsa til þess að við höfum ekki komið heim í eitt og hálft ár, tíminn er nefnilega svo svakalega fljótur að líða!

1 ummæli:

  1. Ohh hlakka til að sjá ykkur! Gangi ykkur vel.
    ARF

    SvaraEyða

við elskum comment!