16 desember 2012

3. í aðventu

...og hér er allt á hvolfi. Ekki búið að pakka inn einni jólagjöf, ekki búið að kaupa allar jólagjafir, jólaföt Rannveigar í uppnámi, jólagjöf Jóhannesar í uppnámi, óvissa um hvernig við ætlum að komast heim með gjafir og föt og annað sem við þurfum að fara með heim...skítug íbúð, óskrifaðir kaflar í MA ritgerðunum og svo mætti lengi telja. Stórt dæs frá húsmóðurinni.

Í dag ætlum við Jóhannes með Rannveigu á sundmót, síðasta sundmótið á þessu ári. Um er að ræða síðasta mótið í fjögurra móta röð, þar sem keppt er í fjórum deildum. Félagið hennar Rannveigar er með lið í fyrstu og fjórðu deild og er Rannveigar lið í 1. deild (efstu deild). Félagið velur einn sundmann í hverja grein, þetta eru hrein úrslit og aðeins tveir riðlar í hverri grein. Svo safna félögin stigum. Rannveig var svakalega glöð að vera valin fyrir hönd hennar félags til að keppa í tveimur greinum - 25 m. flugsundi og 100 m. bringusundi.

Eftir þrjar fyrstu umferðirnar er hennar sundfélag í 5. sæti í fyrstu deild og hefur möguleika á að komast upp í 4. sæti. Að því verður sumsé stefnt í dag og við Jóhannes ætlum ekki að láta okkar eftir liggja á áhorfendapöllunum.


Það er alltaf hægt að þrífa seinna...

1 ummæli:

  1. Þið leysið þetta bara með því að fara í Skaffó þegar þið komið heim...kaupið jólagjafir, jólaföt, jólapappír og málin nánast öll leyst...íbúin má alveg vera skítug yfir jólin. Stór hvatningarpepp til Rannveigar.
    Hlakka til að sjá ykkur eftir bara nokkra daga,
    Knús KB

    SvaraEyða

við elskum comment!