29 júní 2011

Brottför eftir 33 daga

Það er skrítin tilfinning að uppgötva að maður sé að fara að yfirgefa heimili sitt í að minnsta kosti tvö ár. Að sjá ekki systkini, foreldra, vini og ættingja í tvö ár - nema þeir leggist í ferðalög. Þegar við komum heim verð ég til dæmis búin að missa af tveimur árum í lífi bræðranna minna litlu, sem nú eru eins og þriggja ára og "litla" frænka verður allt í einu komin með bílpróf. Vinir búnir að eignast (fleiri) börn og aðrir gifta sig og maður verður ekki á staðnum til að taka þátt og samgleðjast. Við fáum eitthvað í staðinn sem við vitum ekki enn hvað verður. Einhvernvegin er þægilegra að vita hvað maður hefur en að vita ekki hvað verður, en ætli ég sé ekki bara svolítill spennufíkill...hlakka í það minnsta mjög mikið til (með dass af söknuði) en vona að fólkið mitt verði duglegt að láta í sér heyra, senda bréf og fréttir, hafa samband og svo verður auðvitað frábært að fá heimsóknir frá Íslandi.

33 dagar í brottför okkar Adda! Einn kassi á dag kemur skapinu í lag.

love,
V

5 ummæli:

  1. úúú gaman að fylgjast með :) kv. ARF

    SvaraEyða
  2. Eruð þið sem sagt ákveðin í að koma ekkert heim næstu 2 árin?

    SvaraEyða
  3. Jahhh aldrei að segja aldrei...en okkur finnst eiginlega meira spennandi að reyna að nurla saman nokkrum krónum til að ferðast um Evrópu í fríum en að koma heim ;)

    SvaraEyða
  4. Ég styð það plan eindregið elsku Valla. Ferðast, ferðast, ferðast! Frónn fer ekki langt og þið eigið eflaust eftir að fá fullt af góðu fólki í heimsókn til ykkar :)

    SvaraEyða
  5. Ég skal reyna að hemja mig og ekki gifta mig næstu tvö árin.

    SvaraEyða

við elskum comment!