13 júní 2011

Sommer of ´96

Merkisdagur í dag - ætli ég eigi ekki 15 ára fermingarafmæli í dag. Eða svona hérumbil. Fermdist á hvítasunnudag 1996 í upphlutnum hennar mömmu. Fékk bjútíbox og hárblásara í fermingargjöf, hnakk og æðardúnsæng. Æðardúnsængin er tvímælalaust besta gjöf sem ég hef fengið um ævina. Svo fékk ég einhverjar krónur og fyrir þær keypti ég mér flug til Noregs. Fór þangað viku eftir ferminguna og átti frábært sumar á Vestnesi.

Þetta var þvílíkt ævintýri fyrir 14 ára skrípi sem hafði aldrei áður farið til útlanda og varla til Reykjavíkur einu sinni. Myndin er tekin úr húsinu sem fjölskyldan bjó í. Sjálf átti ég mitt herbergi í húsinu á myndinni. Bjó sumsé bara ein þarna í húsinu, í stóru herbergi með baðherbergi. Fjölskyldan rak kiosk í þessu húsi og þetta herbergi var hugsað fyrir starfsmann sjoppunnar. Ég kynntist fullt af krökkum, grillaði pylsur í deigi á stöndinni, synti í sjónum, fór í partý, óteljandi reiðtúra ein í skóginum, fór í ferðalög, bakaði svele og borðaði óhugnanlega mikið af brauði með leverpostej. Lærði norsku, fór á Molde jazzfestival, steiktist í sólinni, fór á diskótek, hugsaði um tvö börn (stundum fjögur), tvær geitur og tvær kanínur. Fór í hjólatúr á Harley Davidson mótarhjóli, varð skotin og spilaði á gítar. Yndislegt sumar, besta sumar í geimi. Núna eru þessi börn orðin fullorðin og það þýðir að ég er orðin gömul :)

3 ummæli:

  1. Gömul.. jahhh... en lífsreynd ertu orðin, kæra vinkona :)
    Þessi mynd af þér er dásamleg. Mæli með því að þú takir svipaða mynd af þér þegar/ef þú ert komin með 4 kríli ;)

    SvaraEyða
  2. Ég er ennþá að velta fyrir mér af hverju í ósköpunum ég fékk að fara til Noregs þetta sumar ;)

    SvaraEyða

við elskum comment!