19 febrúar 2012

Vikingarännet

Nú er Mäleren ísi lagður og hið árlega Víkingahlaup fór fram í dag. Það er um 80 km. skautahlaup, fyrir þá sem fara lengst, frá Uppsala til Stockholms. Þetta er gömul leið sem Víkingarnir fóru í gamla daga og árlega hlaupa þúsundir skautakappa þessa leið þegar Vikingarännet fer fram. Við Addi vorum svo heppin að geta fylgst aðeins með keppninni í hádegisgöngu okkar í dag (og var meira að segja boðið kaffi eins og keppendunum). Við horfðum á skautahetjurnar með aðdáunarglampa í augunum...



(myndum stolið af netinu, fleiri fallegar hér: http://www.flickr.com/photos/salgo/4356405042/)
Leiðin á Mäleren frá Uppsala til Hässelby er rudd, ef svo má segja, en snjóplógur heldur skautaleiðinni opinni þar sem snjóar yfir ísinn. Við fórum út á ísinn í fyrradag með Jóhannes og skoðuðum aðeins brautina og vonandi verðum við orðin nógu fær á skautunum til að prófa áður en ísinn fer, við búum nú einu sinni við hliðina á vatninu :o)

2 ummæli:

  1. Vá, en skemmtilegt! Og ógnvekjandi líka, ef ísinn myndi svo bara allt í einu brotna og víkingarnir berast áfram með ánni undir ísnum og... já, kannski pínu dramatiserað.

    SvaraEyða
  2. ég er skræfa sko, fannst ekkert alltof þægilegt að ganga á ísnum...

    SvaraEyða

við elskum comment!