22 september 2011

Af sænska regluverkinu

Eftir rúmlega einn og hálfan mánuð er ég orðin svolítið þreytt á sænska regluverkinu. Ég hef ekki enn getað stofnað bankareikning því ég er ennþá að bíða eftir sænska ID kortinu mínu. Fyrst þurfti ég að bíða í ca. 3 vikur eftir kennitölu, þá fyrst gat ég sótt um ID kort og það tekur 4-6 vikur fyrir þá að græja það. Maður gerir ekki neitt nema vera með ID kort! Þetta er frekar óheppilegt því það er t.d. miklu meira vesen að millifæra leiguna á milli landa heldur en að gera það af sænskum reikningi. Ég er auðvitað löngu búin að týna pin-númerinu að debitkortinu mínu og helv... kreditkortið bræddi úr sér einhverntíman þarna í ágúst. Ég er sumsé í þeirri stöðu að geta ekki tekið út pening sjálf! Legg inn á reikninginn hans Adda og þarf að blikka hann til að fara í hraðbanka fyrir mig, gleited! Svo erum við með sænska reikninga til að borga og það kostar helvíti mikið að borga þá þegar maður er ekki kominn í bankaviðskipti. 

Það tekur mánuð að komast inn í almannatryggingakerfið - fyrst bíða eftir kt. fyrir alla fjölskylduna (3-6 vikur) og svo getur maður sótt um að komast inn í Forsäkringskassan - þeir taka sér svo alveg mánuð í að fara yfir umsóknina og taka mann inn. Þá fyrst getum við sótt um húsaleigubætur og farið að fá barnabætur.

Svo er Jóhannes búinn að vera í leikskóla í mánuð og við höfum ekki ennþá fengið að vita hvað við eigum að borga í leikskólagjöld - ef við eigum þá að borga eitthvað.

Núna kemur sér vel að vera með vel þjálfaða þolinmæðistaug, bara slappa af og anda djúpt. Ekki síst útaf því að ég sótti um HogM kort fyrir þremur vikum og það er ekki ennþá komið!!! Studentasamtökin sem við skráðum okkur í er líka búið að taka nokkrar vikur í að senda okkur stúdentakortin okkar. Hvað er málið?

Það var vissulega búið að vara okkur við þessu regluverki hérna en öllu má nú ofgera...hvernig ætli þetta sé þegar Svíar flytja til Íslands?

6 ummæli:

  1. ûff, ég hélt að þeir væru slæmir hér í DK. Tôk tæpar 3 vikur að fá kennitölu og sundhedskort hér, síðan tók ca. 2 vikur að fá debetkortið, enda sendu þeir ótal pósta, einn með auðkennisnúmerum fyrir einkabankann, annan með kortinu, en þá þurftum við að bíða eftir að fá pin númerin í pósti líka. I feel your pain sister.

    SvaraEyða
  2. Litla Íslandið á vinninginn þarna.. ekki aaaalveg svona mikill seinagangur hérna. Eða hvað?

    SvaraEyða
  3. Já það er alltaf dásamleg skemmtun að komast inní kerfið :)

    KV. Heiddis

    SvaraEyða
  4. Við erum loksins bæði búin að fá bréf um að við megum sækja legitimation kortið okkar eftir fimm virka daga! Sjitt nú er A L L T að gerast!

    SvaraEyða
  5. váhh ég hef sjaldan verið eins glöð og þegar ég fékk legitimation kortið mitt í hendurnar. En ég skil alveg hvað þú átt við, langaði oft að henda mér í gólfið og grenja af pirringi, skil ekki hvernig hægt er að gera hlutina svona hægt og flókna.
    Á 2 vikum fékk ég kennitölu og stofnaði bankareikning í Osló, konan á skatteverket sagði að þau reyndu að hraða ferlinu fyrir norðurlandabúa, eitthvað sem Svíar mættu taka sér til fyrirmyndar

    SvaraEyða
  6. vá hvað ég hefði verið til í að geta græjað þetta á tveimur vikum :)

    valla

    SvaraEyða

við elskum comment!