12 september 2011

Kärleksmums

Við tókum smá afmælisforskot um helgina. Fórum á ströndina í yfir 20 gráðum og glampandi sól á laugardaginn, grilluðum pylsur og lékum okkur. Tilefnið var að sjálfsögðu haustið og fjögurra ára afmæli pjakksins. Í gær fórum við á St. Eriksplan og röltum um Vasastan og Kungsholmen. Fórum í tvo mjög fína garða þar sem voru stórir og flottir leikvellir.
Mæðgur í Vasaparken á gær.




Síðasta skiptið sem pjakkur fer að sofa þriggja ára. Mun sumsé vakna fjögurra ára á morgun og hlakkar að sjálfsögðu mikið til!



Jóhannes ætlar að hafa þetta síðasta kvöldið sitt sem aðalgrallari heimilisins...sjáum til!




Við Rannveig skelltum svo í eina köku eftir uppskrift Leilu Lindholm í kvöld. Kärleksmums. Þurfti að hræra egg og sykur í höndunum, enda engin Kitchen aid í þessu eldhúsi. Guði sé lof fyrir allar rafmagnstækjahjálparhellurnar!





Góða nótt!

1 ummæli:

  1. Æ hvað var nú gaman að sjá ykkur öll :) JÁ hefur bara stækkað heilmikið á þessum rúma mánuði, ég get svo svarið það. Og Rannsý orðin bara hálf-fullorðin! Fannsa frænka er gríðarlega stolt af henni í eldhúsinu, eins gott hún æfi sig áður en við ARF mætum á svæðið :)
    Knúsur í kaf, heyrumst á morgun!

    SvaraEyða

við elskum comment!