03 september 2011

Kul om du kunde höra av dig...

Einkamáladálkurinn hér í hverfisblaðinu okkar er yndislegur. Ég les yfirleitt allar auglýsingarnar. Þetta eru alvörunni auglýsingar - ekki eintómar vændisauglýsingar, erótískt nudd og dirty talk.

Það eru til dæmis mjög margar auglýsingar sem hljóma nokkurnvegin á þessa leið:

Onsdag 17 augusti, Gamla Stan, kl. 18-19. Efterlyser dig kvinna sem jag fick ögonkontakt med vid Coop. Vi gick åt samma håll. Du svängde av vid Skappar Karls gränd. Du var klädd i beige tröja och kjol. 32755.

Efterlyser tjejen som jobbade i Vällingby C, måndag 4. juli, ca 17:50. Du var otrolig söt, charmig og trevlig. Sulle vara roligt att träffa dig utanför glasväggen. 32652.

Vá en rómantískt! Af hverju eru ekki svona dálkar á Íslandi? Björn Þoláks ætti að koma þessu á í nýja Akureyrarblaðinu sínu.

Svo eru sérdálkar þar sem karlar leita að konum, konur leita að mönnum, karlar að körlum og konur að konum. Þessar auglýsingar sem ég vísa í hér að ofan eru í dálknum "annað".

Svo eru líka vinadálkar. "Kona um fertugt óskar eftir vinum á öllum aldri, til að fara á kaffihús, pöbba, göngutúra. Þú verður að vera heiðarleg, myndarleg, ekki lesbísk, ekki veik á geði, fyndin og hafa áhuga á bátum."

Uppáhalds dálkarnir mínir! Kannski við Addi ættum að auglýsa eftir sænskum vinum í þessu blaði...

Frábært veður, tan á ströndinni í morgun en því miður bíða bækurnar óþolinmóðar!

5 ummæli:

  1. Getiði auglýst eftir myndarlegum, handlögnum, fyndnum, ekki matvöndnum manni handa mér?

    SvaraEyða
  2. Þegar ég bjó í Frakklandi fannst mér vanta auglýsinar þar sem skiptinemar gátu komist í samband við afa og ömmur. Díllinn gæti verið þannig að skiptineminn hjálpaði til við innkaup, þrif eða annað tilfallandi og væri í staðinn boðið í mat eða kaffi og spjall. Góð æfing í málinu, maður kynnist siðum, venjum og matarmenningu sem e.t.v. unga fólkið er að glata niður og gamla fólkið fær aðstoð og félagsskap!

    SvaraEyða
  3. Yndislegt! Ég þarf alveg svona dálka í mín blöð... ég horfði á Friends with benefits um daginn og hætti snögglega við að vera ánægð með single lífið :) Auglýstu vinkonu þína!!! Kv Ásdís

    SvaraEyða
  4. ahaha friends with benefits er svo sæt mynd :) Ég skelli inn auglýsingu í júní á næsta ári, rétt áður en þú kemur. Þá munu piltarnir bíða eftir þér í röðum, jafnvel bara strax á flugvellinum :)

    Ég hef ekki ennþá séð barnapíur auglýsa þjónustu sína/fólk auglýsa eftir barnapíum. Hér virðast barnapíur aðallega fást í gegnum sérstök nanny fyrirtæki og það kostar formúu að fá slíka þjónustu.

    SvaraEyða

við elskum comment!