18 júní 2012

Köngulær í Vedum

Við lögðum af stað frá Stokkhólmi fyrir hádegi á fimmtudaginn, 14. júní. Vorum spennt fyrir komandi ferðalagi, stoppuðum fyrst í Södertälje og endurheimtum sundbol sem Rannveig hafði gleymt þar tveimur vikum fyrr, borðuðum hádegismat í Eskilstuna - bær sem við urðum svakalega skotin í - og héldum svo áfram í bústaðinn.

Í stuttu máli sagt var þessi bústaður - sommartorp Vedum - alveg hræðilegur. Jú við vissum að við værum að fara í gamalt og vatnslaust hús, en það sem við vissum ekki var að húsið hefði ekki verið þrifið í marga marga mánuði og hefði verið hertekið af köngulóm, skít og sóðaskap. Fyrir það fyrsta var eigandinn með sitt eigið drasl þarna út um allt, peysur á snögum (auðvitað þaktar vefjum), þrjú eldstæði voru þarna, full af drasli og viðbjóð og einhverju sem ég vildi ekki alveg vita hvað var...

Rúmin voru afskaplega ógirnileg, eldgömul og ég sá fyrir mér allskonar kvikindi undir og inní dýnum...

Eftir að hafa eytt nokkrum tímum í að ryksuga burtu köngulóarvefi og kvikindi (með nánast ónýtri ryksugu...) og m.a. glaðst yfir fundi þúsundfætlu á stofugólfinu og köngulóarvefjum í hári (svona til að halda andlitinu fyrir börnin) gáfumst við hjónin upp og ákváðum að fara sem lengst burt frá þessu húsi strax í bítið morguninn eftir. Bóndinn fékk klígu við að borða banana inni í stofunni og ég við að borða jógúrt upp úr plastmáli, með skeið að heiman...

Á föstudagsmorgni upp úr kl. 9 vorum við lögð af stað, fórum í Skara sommarland sem var Æ Ð I S L E G T. Áttum þar frábæran dag í ágætis veðri, fámennt var í garðinum svo við sluppum við allar raðir og gátum farið endalausar ferðir í tækjunum. Jóhannes var ekki hræddur við neitt og fór meira að segja í stærsta rússíbanann í garðinum (já, hann var orðinn nógu stór...). Rannveig var á milljón allan tímann og prófaði tvær stórar rennibrautir í vatnsleikjagarðinum líka. Svo var bara tíminn úti, við hefðum alveg getað verið lengur!

Komum aftur heim til Stokkhólms á föstudagskvöldið og fengum svo góða gesti frá Lundi í gærkvöldi, sem verða hjá okkur fram á föstudag.

Nokkar myndir úr ferðalaginu stutta, gjörsosvel.




Börnin hress og kát með jammí pizzu í Eskilstuna.


Rannveig alveg rosalega hress að vera farin að nálgast litla kotið okkar...átti svo eftir að verða fyrir talsverðum vonbrigðum!


Undir borðstofuborðinu

Í stofunni, allir veggir og loft þaktir vefjum og dauðum/lifandi köngulóm.

Jebb.

Komin í fallturn í Skara. Sá stutti var hvergi banginn.

Þetta tæki þotti bara alls ekkert nógu spennandi, fór ekki nóg hratt!

Rannveig og Addi háðu harða baráttu í klessubílunum.

Og Jóhannes keyrði klessubílana mjöööög oft, það voru svo fáir að keyra. Skemmti sér afar vel.
Svo tók ég víst ekki fleiri myndir í garðinum en það var farið í öll tæki sem hægt var að hugsa sér!

1 ummæli:

  1. Ertu ekki að friggin grínast í mér Valgerður? Þessi bústaður er viðurstyggð og sjötíufalt það! En ömurlega leiðinlegt að lenda í þessu. Aftur á móti glæsileg sárabót þessi garður, virðist hafa verið ÆÐI! Og börnin, ef kalla á börn. Hvað eruði eiginlega að gefa þeim? Þetta er orðið fullorðið fólk!
    Löv og knús og sakn í spað og sjáumst eftir MÁNUÐ!!!!

    SvaraEyða

við elskum comment!