07 júní 2012

Sænski þjóðhátíðardagurinn

6. júní er þjóðhátíðardagur Svía, en Gustav Vasa varð konungur Svía 6. júní 1523. Lengi hefur verið haldið upp á þennan dag, fyrst sem fánadag og frá 1983 sem þjóðhátíðardag (nationaldag). Það eru þó ekki nema örfá ár síðan dagurinn varð "rauður" dagur, eða lögboðinn frídagur. Svíar virðast ekki taka þjóðhátíðardaginn sinn jafn hátíðlega og t.d. nágrannar þeirra Norðmenn, eða jafnvel Íslendingar.

Við ákváðum að taka þennan dag frekar hátíðlega, gerðum góðan morgunmat með nýbökuðu brauði, pönnukökum og fleira gúmmelaði og svo röltum við/hjóluðum í Hässelby slott, þar sem var dagskrá allan daginn og tívolí.


Jóhannes kann vel að meta pönnukökur með osti í morgunmat.


Feðgarnir fyrir utan hverfis-höllina okkar. Höllin er rekin sem hótel og veitingastaður í dag.

Það er afar fallegur garður í kringum höllina, byggður upp á 18. öld og nýlega verið lagaður til að þeirri mynd. Það er ekkert hver sem er sem klippir runnana þarna!


Rannveig skemmti sér í tívolíinu með vinkonum sínum. Þær fóru m.a. í þetta tæki og héngu á hvolfi í dágóða stund í hverjum hring. Okkar dömu þótti þetta eiginlega einum of... 

Nýkomin úr tryllitækinu. Orðlaus.

Jeppasafarí a la Jóhannes

Og þjóðhátíðarkaka :o)


2 ummæli:

við elskum comment!