06 júní 2012

Skolpolis

Einhverntíman minntist ég á að Rannveig væri búin að landa sinni fyrstu vinnu hér í Svíþjóð, sem skólalögga. Nú hefur undirbúningur staðið yfir og hún fer að verða tilbúin að takast á við þetta verkefni - sem hefst í haust.

Nemendur sjá um að standa vaktina á gangbrautunum í nágrenni skólans, í stað fullorðinna gangbrautavarða/skólaliða. Starfið er í boði fyrir 5. bekkinga (sem er 6. bekkur á Íslandi) og sækja þarf um skriflega og fá meðmæli kennara. Nemendur þurfa að hafa toppmætingu (stundvísi) og hafa stundað námið vel. Rannveig sótti um, fékk flott meðmæli frá kennaranum sínum og hefur staðið sig afar vel í skólanum í vetur. Hún fékk vinnuna og hefur verið starfsmaður í þjálfun undanfarna mánuði.

Þjálfunin hófst með sameiginlegri skemmtun allra skolpoliser í Stokkhólmi fyrir nokkrum vikum. Goðið hennar Rannveigar (og flestra krakka á hennar aldri), Danny Sucedo, kom og söng fyrir krakkana og spjallaði við þau. Hann lenti í öðru sæti hérna í Melodifestivalen í ár og í fyrra (á eftir Loreen og Eric Saade). Svo hafa verið fundir fyrir og eftir skóla, fræðsla, próf og verklegar æfingar. Þær voru í síðustu viku, en þá átti Rannveig að mæta á sína gangbraut og fylgjast með núverandi 5. bekkingum að störfum. Daginn eftir var skipt um hlutverk og 5. bekkingarnir fylgdust með verðandi skólalöggum og gáfu góð ráð.

Rannveig fékk sérstakan búning og hér má sjá hana á leið í starfsþjálfun, eldsnemma að morgni:

2 ummæli:

  1. Þetta er ótrúlega sniðugt ;) og hún er algjör dúlla í þessu!

    Knúsur ;*

    SvaraEyða
  2. eitt stykki dugleg stelpa sem þú átt valla!

    SvaraEyða

við elskum comment!