22 júní 2012

Lífið í skemmtigarðinum!

Við höfum virkilega notið lífsins síðustu daga! Það þýðir ekkert að láta ónýta sumarbústaðaferð hafa áhrif  á góða skapið! Við fögnuðum 17. júní ásamt fleiri Íslendingum í Stokkhólmi, m.a. hinu ofurhressa diskóteki Dollý! Á sjálfan þjóðhátíðardaginn fengum við góða fjölskyldu í heimsókn frá Lundi og stoppaði hún hjá okkur í sex daga - eða fram að hádegi í dag. Það var ýmislegt brallað, bæði saman og í sitthvoru lagi.

Rannveig ákvað að sjálfsögðu að mæta í lopapeysunni í íslenska partýið...

 Diskotekið! Macarena og Blár ópall, hókí pókí og Súperman. Bara nefndu það, það var spilað!


Rannveig fánum prýdd

Uppáhálds sænski Íslendingurinn okkar mætt á svæðið.

Félagarnir Kiljan og Jóhannes. Ávallt hressir.


Við nýttum okkur það að vera með bíl og keyrðum til Eskilstuna í Parken Zoo, sem er mjög fínn dýragarður. Hann hefur þá sérstöðu að vekja athygli á dýrum í útrýmingarhættu og það eru nokkuð mörg dýr í garðinum sem teljast þar í flokki. Meðal annars sáum við tignarlegt kattardýr á stærð við hlébarða, sem er víst einn af þrjátíu slíkum skepnum í heiminum. Eftir dýragarðsferðina keyrðum við áfram hringinn í kringum Mäleren. Fórum í gegnum gull gull fallegt sund/þorp, Kvicksund, í gegnum Västerås og svo heim. 






Á þriðjudaginn fórum við svo öll á Skansinn, kíktum á dýrin og fengum ís í góða veðrinu. 



Síðasti dagurinn okkar með bíl var á miðvikudaginn og við keyrðum svolítið um. Fórum út á Ekerö og skoðuðum okkur um. Ekerö er hluti af Stokkhólmi og sjáum við þær eyjar út um gluggann hjá okkur. Ýmislegt fallegt að sjá þar. Og þetta kaffihús sem var í leiðinni second hand markaður. Ég keypti Kalle Anka möppu frá 1985 handa Rannveigu (hún hefur ekki verið viðræðuhæf síðan).



Jóhannes vill gjarnan vera með bindi þegar hann fer út úr húsi. Svona í alvörunni sko.

Komum við í sundpolli í Vällingby á heimleiðinni þar sem krakkarnir böðuðu sig áður en við fengum dýrindis lax a la Hreinsi og Helga.

Fimmtudagur var Tívolí (Gröna Lund), þar sem stelpurnar fengu tívolí-armband svo þær kæmust í eins mörg tæki og þær vildu, eins oft og þær vildu. Svolítill æsingur þeim megin - en við fullorðna fólkið eyddum deginum með yngri deildinni í yngri deildar leiktækjum. Frábær dagur í góðu veðri. 




Þessi tvö eru bara of mikil krútt. 

Við kvöddum gestina okkar í morgun eftir frábæra daga. Í dag er midsommarafton - en meðan Íslendingar velta sér upp úr dögginni týna Svíar blóm, borða síld og jarðarber, kveikja eld, dansa í kringum stóran blómakross, syngja og umfram allt detta íða! Það eru partýlæti hérna út um allt (og þá er nú mikið sagt því við búum í hálfgerðu eldriborgara hverfi!) og ströndin var full af fólki í dag. Hefð er fyrir því að týna blóm, búa til krans til að bera á höfðinu og svo á að sofa með blomin undir koddanum, en þau eiga að vera af sjö sortum. Framtíðar makinn á þá að koma til manns í draumi...

Heimasætunni fannst þetta svolítið spennandi og við mæðgur fórum út í kvöldsólinni og týndum blóm. Annar vöndurinn liggur undir kodda en hinn er í vasa á eldhúsborðinu.


Á mánudaginn er svo von á þremur góðum gestum sem stoppa hjá okkur í fjóra daga :o)

3 ummæli:

  1. Gott að þið nutuð vikunnar :)

    Mér finnst Jóhannes alveg brilliant! Hvað er flottara en er að vera með bindi í stuttbuxum og bol :)

    ARF

    SvaraEyða
  2. Elska ykkur öll! Hló upphátt að bindismyndinni. Ég klikkaði algjörlega á því að týna mér vönd, en vona að einhver þrælskemmtilegur hafi birst henni Rannveigu í draumi. Eða ég geri ráð fyrir þvi að þinn vöndur sé á borðinu ;)
    Knús og heyrumst SEM FYRST! :*

    SvaraEyða
  3. Gaman að heyra hvað þið eruð búin að eiga góða daga þó svo helv... bústaðurinn hafi klikkað. Flottar myndir og stubbarnir greinilega afar sáttir með lífið:-)
    Kv. KB

    SvaraEyða

við elskum comment!