17 mars 2013

Vaxholm




Í gær fengum við lánaðan bíl og fórum í smá laugardagsbíltúr út í eyjuna Vaxholm. Það er bæði hægt að keyra og sigla út í eyjuna og er hún vinsæll viðkomustaður ferðamanna á sumrin. Það er stærðarinnar kastali á lítilli eyju sem liggur við hlið Vaxholm, en frá þeim kastala vörðust Svíar árásum sjóræningja og annarra óvina á öldum áður. Þetta er sætur bær, um 10.000 manns sem búa þar og fullt af sætum kaffihúsum, veitingastöðum og gistihúsum. Það var þó ekki allt opið þegar við komum, enda ennþá vetrartími. Það eru mörg afskaplega falleg hús í Vaxholm, enda varð staðurinn vinsæll sumrleyfisstaður fyrir ríka Stokkhólmsbúa á 19. öld - sem keyptu og byggðu vegleg hús í eyjunni.

Veðrið var yndislegt, bjart og sólríkt - svolítið kalt. 

Í fyrsta sinn á ævinni sáum við "vägfärja" eða vegferju. Strætó keyrir út í Vaxholm og skv. áætlun á hann að halda áfram út í næstu eyju. Það er engin brú á milli, bara gulur bátur sem strætó (með fólkinu í) keyrir upp á og svo af bátnum þegar hann hefur lagt að við næstu eyju. Skemmtilegt.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

við elskum comment!