06 mars 2013

Vorlykt í Svíþjóð og aftakaveður á Íslandi

Ég er orðin agalega löt að skrifa eitthvað hér. Eg veit ekki hvort það sé af því að fáir virðast skoða þessa síðu og enn færri skilja eftir spor á henni. Ég er þó ekki bara að blogga fyrir aðra - kannski mest fyrir mig og okkur fjölskylduna til að geta rifjað upp það sem við gerðum og upplifðum í útlandinu.

Febrúar leið svolítið of hratt. Það var líka af því að hann var svo skemmtilegur. Við fengum þrjá gesti frá Íslandi og vorum dugleg að gera allskonar. Fórum í bíltúr til Sigtuna og Gävle, fórum á Skansen, í bæjarferðir, á jazz tónleika, bari og söfn. Það er helst að maður geri eitthvað svoleiðis þegar gesti ber að garði. Ég er líka orðin latari að taka myndir, en hér koma nokkrar frá reisunni okkar til Gävle...


Addi fékk að keyra Volvo. Loksins. Og hann elskaði það...(ps. hvar er Valli?)

 Sigtuna, ótrúlega sætur lítill bær. Og já, þetta er Mäleren, sami Mäleren og er fyrir utan gluggann hjá okkur.
 Í Sigtuna, fyrir utan kaffihús í húsi frá sextánhundruðogeitthvað. Segir sagan.
 Gävle, drengurinn og nakta konan.
 Það var mjög hressandi í Gävle, drukkum m.a. kaffi á þessu mega kúl kaffihúsi.











Vegna anna við að taka á móti gestum hefur ritgerðarelskan ekki fengið alveg nógu mikla athygli. Þó styttist í 10.000 orða múrinn og vá hvað ég verð glöð þegar það hefst. Svo þegar ég verð komin í 15.000 ætla ég að taka mér frídag og fara í bæinn á listasafnið eða ljósmyndasafnið. Búin að ákveða það. Maður þarf víst alltaf að hafa eitthvað til að hlakka til, einhverja gulrót.
 Vorið er að koma, sólin iljar á daginn (einhvernvegin gerðist það bara allt í einu að daginn tók að lengja!) en það er nú samt kalt á morgnana og á kvöldin. Það er líka allt í lagi, bara mars ennþá. Byrjun mars meira að segja. Við vonumst svo eftir frábæru vori af því að við missum af sumrinu hér ;o)

Framundan er sundmót hjá dótturinni (hvað annað?) þar sem hún á m.a. að keppa í 800 m. skriðsundi. Mér er ómögulegt að skilja hvernig er hægt að synda skriðsund svona langt, hlakka til að sjá hvernig hún fer að því. Jóhannes er svo að byrja í Brommapojkarna. Fótbolta altså. Nú er hokkí og sundtímabilinu hans að ljúka og fótbolti tekur við.

Meira seinna, lærdómur bíður.

2 ummæli:

  1. Jei! og ekki láta líða svona langt á milli :)

    ARF

    SvaraEyða
  2. Takk fyrir :) Það var gaman að fá færslu og ég var sko alveg farin að bíða eftir henni!

    Anna Ey

    SvaraEyða

við elskum comment!