21 janúar 2013

Brrrrr






Það er búið að vera skítkalt síðustu daga. Alveg skítkalt sko. -24° á laugardaginn. En þá verður allt svo ævintýralegt hérna í kringum okkur, skógurinn okkar alveg eins og Narníuland og svo er Mälaren ísi lagður. 

Íslensku ullarsokkarnir koma sér vel þessa dagana. 

Fórum á skauta í gær og það var skítgaman. Jóhannes er farinn að sleppa keilunum og skautar nú sjálfur eins og herforingi út um allt. Sjá video. Afsakið en það er á hlið.




2 ummæli:

  1. Hann er svo duglegur!!! Mamman tekur bara andköf og segir "oj" - sænska móðir!

    Annars rosalega fallegar myndir, eins og gullfalleg póstkort. Er ekki viss um að ég byði í allar þessar mínusgráður þó... Njótiði ykkar og klæðið ykkur vel :)

    SvaraEyða

við elskum comment!