24 janúar 2013

Vantar læru-böddí

Nú er Addi byrjaður í starfsnáminu sínu og fer héðan út klukkan 8 á morgnana og kemur heim kl. 17 á daginn. Sumsé, svona venjulegur vinnudagur.

Á meðan þarf ég að reyna að læra, allan daginn. Þvílík viðbrigði að hafa hann ekki hérna með mér, að minnsta kosti nokkra daga vikunnar. Ég er orðin svo vön því að við séum bæði að læra, annað hvort heima eða niðri á Studentpalatset, förum saman í kaffi og hádegismat og veitum hvort öðru andlegan stuðning og félagsskap. Núna er ég bara ein heima, reyni að læra, gengur ekki alveg nógu vel, gleymi að borða og drekk bara alltof mikið af kaffi.

Þarf eitthvað að bæta úr þessu. Vinkonur mínar úr skólanum eru flestar að vinna á virkum dögum eða læra á bókasafninu. Ég nenni ekki að fara þangað nema örsjaldan því ég er klukkustund að komast þangað. Svo mig vantar læruböddí.

-15 og -18 gráður í dag og blankandi sól og logn. Frábærlega fallegt veður - eins og hefur reyndar verið síðustu daga. En djöfulli andskoti kalt, afsakið orðbragðið.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

við elskum comment!