30 janúar 2013

Ingen kommer undan...


Í dag hefði Olof Palme orðið 86 ára, en hann fæddist 30. janúar 1927. Það er eiginlega óhætt að segja að við Addi séum með manninn á heilanum þessa dagana. Ég er að lesa bókina "Ingen kommer undan Olof Palme" e. Göran Greider. Bókin kom út árið 2011 og er skrifuð af blaðamanni sem hefur skrifað ótal bækur, ljóð og allskonar. Hún er í spjallstíl og skiptist í kafla eftir æviskeiðum Palme. Ég er ennþá bara á Östermalmsgatan, þar sem hann fæddist og ólst upp í mekku snobbsins og efri stéttarinnar í Svíþjóð; á Östermalm.

Addi les svolítið þykkri bók, ævisögu Palme sem kom út 2012. Hún heitir "Underbara dagar framför oss" eftir Henrik nokkurn Berggren. Addi er einnig staddur í æsku Palme, á Östermalm.

Svo sitjum við með bækurnar okkar í sófanum eða uppi í rúmi og truflum hvort annað með spurningum og athugasemdum svona eftir þörfum. Ó við erum svo krúttleg.

Nýlega sáum við mynd um Olof, stórgóða sem situr enn í mér og mig langar að sjá hana aftur. Hún var eiginlega kveikjan að áhuga mínum á manninum. Svo er verið að sýna fjögurra þátta leikna röð hér í sjónvarpinu, glænýja þætti sem heita "En pilgrims död" sem fjalla um morðið á Palme. Þeir fjalla sumsé um morðið á Palme, þátt lögreglunnar, rannsóknina á morðinu og samsæriskenningar um morðið - þar sem sænska öryggis- og leyniþjónustan kemur til sögunnar; SÄPO.

Það er eitthvað sérlega heillandi við þennan mann, sem bjó í hverfinu okkar um áratuga skeið með fjölskyldu sinni. Langar að vita meira.

Hér er falleg ræða sem hann flutti árið 1982, ein frægasta ræða hans held ég bara. Á sænsku...sjáiði bara hvað þetta er flott ;o)



Engin ummæli:

Skrifa ummæli

við elskum comment!