25 janúar 2013

Du gamla, du fria

Ég er búin að lesa svolítið af sænskum krimmum undanfarið eitt og hálf ár, með það að markmiði að þjálfast í sænskunni. Veit ekki hversu mikið það hefur hjálpað en þessi lestur hefur að minnsta kosti gert ansi margar lestarferðir (lestrarferðir?) töluvert bærilegri skulum við segja. Mér verður óglatt ef ég les skólabækur í lest. True story.

Mest hef ég lesið hana ungfrú Camillu Läckberg. Jújú voða spennandi allt saman en þær bækur hafa allar farið svolítið í taugarnar á mér. Til dæmis það að það er ekki fræðilegur möguleiki á öllum þessum morðum í litla þorpinu Fjällbacka. Eníhú.

Var að klára "Du gamla, du fria" eftir Lizu Marklund. Keypti hana í fríhöfninni a leiðinni til Íslands en hún vék fyrir jólabókunum og ég tók upp þráðinn í vikunni. Besti sænski krimminn sem ég hef lesið. Ætli ég fari ekki bara að halda framhjá Camillu með henni Lizu...



Eitt af því sem var svo skemmtilegt var að bókin gerist að mestu leyti í Stokkhólmi, i hverfi sem ég þekki ágætlega. Það eru fjölmargar vísanir í sænskan (stokkhólmskan) hversdagsleika sem ég tengi svo vel við og þekki. Ef ég byggi ekki hér hefði ég alls ekki tengt við allt í bókinni. Það er talað um Uppsala nationen (sem ég þekki af því að vinir okkar sem búa í Uppsala hafa sagt okkur frá þeim), Östermalm snobbarana, Olof Palme og bókina "Underbara dagar framför oss" sem liggur einmitt á náttborðinu í svefnherberginu okkar Adda. Fyrsti kaflinn fjallar um morð sem er framið í Axelsberg, á göngustíg bak við leikskólann sem ég hef verið að vinna á. Það er meira að segja minnst á leikskólann. Eitt morðanna er framið í Hässelby - þar sem við búum!

Forsíða sænsku útgáfunnar er tekin í Axelsberg, með brúnu blokkirnar í baksýn (sem eru þekkt kennileyti fyrir það hverfi). Íslenska forsíðan er meira random sýnist mér, ein af stóru götunum í miðbænum sem hafa svosem enga sérstaka merkingu fyrir bókina. Held ég.

Titillinn á bókinni er líka skemmtilegur - Du gamla du fria...þetta er byrjunin á sænska þjóðsöngnum, og á vel við efni bókarinnar þar sem t.d. velt er upp utanríkisstefnu Svía, ESB, samskiptum við þriðju heims lönd. Á íslensku heitir bókin Krossgötur - sem passar svosem líka ágætlega við. Ég þekkti ekki til sænska þjóðsöngvarins fyrir tveimur árum síðan og hefði aldrei náð tengingu við upprunalega titilinn ef hann hefði verið þýddur á íslensku (þú gamla, þú frjálsa?).

Allavega, fyrir utan allt þetta var þetta spennandi saga þar sem fléttaðist saman morð í úthverfum Stokkhólms og gíslataka í austur Afríku...

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

við elskum comment!