10 október 2012

Älvdalen

Það er óhætt að segja að Rannveig Katrín hafi verið mun duglegri að ferðast um Svíþjóð en við foreldrarnir. Hún er búin að fara til Nyköping, Norrköping, Uppsala og í hinn risastóra dýragarð Kolmården (Nordens största djurpark!) - allt með sundfélaginu. Þau fara reglulega í "sundbúðir" út fyrir borgina og taka þá massívar æfingar á nýjum stað, gista á gistiheimili eða jafnvel á hóteli og skoða sig aðeins um. Á dögunum fór félagið svo í keppnisferð til Gotlands og svo er árlegt sundmót á Öland, sem hún kemst vonandi á.

Framundan er svo svolítið lengri ferð - eða til Älvdalen sem er í norðurhluta Dalarna, upp við landamæri Noregs.



 
 Þangað verður farið í haustfríinu núna í lok október. Ferðalagið tekur um 2 1/2 tíma með lest og stoppað verður frá mánudegi til fimmtudags. Þau ætla að ná sex æfingum á þessum tíma og hafa gaman saman.
 
 


1 ummæli:

  1. Hún er svo ótrúlega dugleg! Gangi henni sem allra best :)
    ARF

    SvaraEyða

við elskum comment!