03 október 2012

Íslænska...

Ég skrifaði að gamni niður glefsur úr um það bil 10 mínútna samtali sem Jóhannes átti við föður sinn í kvöld. Svona talar sumsé fimm ára drengurinn minn.

"Pabbi, ég ætla að försätta að læra þig sænsku ända þangað til við komum aftur til Íslands"

"Ég er redan búinn að læra mig sænsku"

"Ég er fortfarande svangur"

"Ég hef engan aning!"

"Það er ganska skrítið"

"Þessi bíll er alveg eins og vagnur"

Það merkilega er að hann blandar nánast aldrei íslenskum orðum inn í samtöl sem fara fram á sænsku, en þegar hann talar íslensku við okkur hérna heima þá kemur varla setning frá honum sem ekki er með sænskum orðum í eða þá málfræðilega kolröng. Það verður krefjandi fyrir hann að flytja aftur heim og eiga samskipti á 100% íslensku. Nú þegar er nokkuð erfitt fyrir fólk að skilja hann í gegnum síma eða skype - nema að það kunni eitthvað í sænsku.

Á maður samt nokkuð að hafa áhyggjur af þessu? Við lesum fyrir hann á íslensku á nánast hverju kvöldi (einstaka sinnum á sænsku), leiðréttum hann temmilega mikið og tölum mjög mikið við hann. "Vandamálið" er kannski að við skiljum hann fullkomlega þó hann blandi tungumálunum saman og tökum jafnvel ekki alltaf eftir því. Það verður í það minnsta forvitnilegt að fylgjast með þróun mála í framhaldinu :o)

6 ummæli:

  1. Þegar ég var 7 ára bjó ég í Danmörku í rúmt ár og náði dönskunni allveg 100% en tapaði allveg íslenskuni gat ekki talað í síma við ömmu og afa því þau skildu mig ekki, en ég skildi íslenskuna en talaði hana ekki. alltaf töluð mamma, pabbi og eldri systir mín töluðu alltaf íslensku heima bara ekki ég. Þegar við fluttum heim aftur náði ég fljótt tökum á íslenskunni en í stðainn tapaði ég nánast allveg dönskunni.

    kv Jóhanna Ágústa

    SvaraEyða
  2. Myndi ekki hafa neinar ahyggjur. Hann verdur 2 vikur ad hætta ad sletta sænsku thegar thid komid aftur heim. Hinsvegar eru likur a ad hann tapi sænskunni.

    SvaraEyða
  3. Hinsvegar er thetta mjøg fyndid. Honum finnst greinilega ad fødurnum veiti ekki af hjålp vid sænskuna :-)

    SvaraEyða
  4. Myndi ekki hafa neinar ahyggjur. Hann verdur 2 vikur ad hætta ad sletta sænsku thegar thid komid aftur heim. Hinsvegar eru likur a ad hann tapi sænskunni.

    SvaraEyða
  5. Myndi ekki hafa neinar ahyggjur. Hann verdur 2 vikur ad hætta ad sletta sænsku thegar thid komid aftur heim. Hinsvegar eru likur a ad hann tapi sænskunni.

    SvaraEyða
  6. Hann segir ÖLLUM sem við hittum (ókunnugum) að hann sé að kenna pabba sínum sænsku.
    Valla

    SvaraEyða

við elskum comment!