12 október 2012

Bestu og verstu kaupin?

Um daginn var dálkur í dagblaðinu þar sem fólk var spurt út í verstu og bestu tækjakaup þess. Flestir settu froðuþeytara* í fyrsta sæti og dýr rafmagnstæki eins og myndbandstökuvél og síma í flokkinn með verstu kaupunum.

Ég tek hjartanlega undir þetta með froðuþeytarann! Ég keypti svoleiðis maskínu í haust, á um það bil 60 krónur. Síðan hef ég notað hann mikið til að flóa mjólk í kaffið eða til að búa til frappe. Við hjónin ræddum þessi mál aðeins yfir morgunkaffinu (með flóaðri að sjálfsögðu), en Addi er kannski ekki alveg sammála mér þar sem hann drekkur kaffið sitt svart og er ekki sérstakur aðdáandi hins gríska frappe.

Við gátum þó verið sammála um að verstu kaupin mín hefðu sennilega verið pressukannan sem ég keypti og gleymdi í Ikea rétt eftir að við fluttum hingað...

* ég veit reyndar ekki hvort froðuþeytari sé endilega gott nafn á þessu fyrirbæri...

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

við elskum comment!