13 október 2012

Jóhannesar-mont

Jóhannes er á fleygiferð þessa dagana. Hann er byrjaður á sundnámskeiði og gengur það mjög vel. Hann bjargar sér nánast alveg sjálfur í klefanum og er hress og kátur. Ekkert vesen á honum :) Svo er hann að hugsa um að fara á skautanámskeið líka. Hann byrjaði líka að hjóla á dögunum. Hann er ennþá að æfa sig og fínpússa tæknina en þetta er allt að koma, svolítið síðan hjálpardekkin fóru en æfingar hafa verið stopular og áhuginn og einurðin ekki fyrir hendi fyrr en nú. Og þá gerist þetta bara kviss, bamm búmm!

Í gærkvöldi byrjaði hann svo að telja...og taldi upp að hundrað bæði á sænsku og íslensku. Og fór létt með það. 


2 ummæli:

  1. Flottasti strákur í heimi :)
    ARF

    SvaraEyða
  2. Ekki að spyrja að elsku besta frænda, svo duglegur:-)
    Kv. KB

    SvaraEyða

við elskum comment!