14 janúar 2012

Afmælisdrottningin...

Að morgni afmælisdags með uppáhalds morgunmatinn sinn
Svo var að sjálfsögðu eplakaka þegar skóla lauk. Ingó (og Axel frændi) komu upp úr einum pakkanum, snilld.

Þetta afmæliskort vakti mikla kátínu, þarna mátti sjá Vilhjálm frá Brekku í Mjóafirði gefa köttunum sínum spenvolga mjólkina...
Fallegt heimaprjónað vesti kom upp úr einum bögglinum, svaka sæla.



Svo þurfti að baka fyrir stelpuafmælið. Jóhannes alltaf mættur upp á bekk um leið og bökunarskálin er tekin fram!

Afraksturinn að koma í ljós...

Svo mættu nokkrar bekkjarsystur og gæddu sér á veitingunum.

Afmælisbarnið og Abi vinkona hennar gæða sér á köku og pizzu.

Alltaf jafn skemmtilegur leikur :o)



Frumraun í cupcakes. Heppnaðist bara alveg hreint ljómandi þó útlitið væri kannski ekki fullkomið ;o)



Núna sitjum við uppi með helling af afgöngum og skortir sárlega vini og ættingja til að líta inn í kaffi til að losa okkur við fyrningarnar! Annars er stutt í næsta afmæli, heyrst hefur að frúin ætli að halda partý 21. janúar, allir velkomnir [innskot, svona áður en þið farið að panta ykkur flug í massavís: afmæli frestað um óákveðinn tíma] :o)





4 ummæli:

  1. Það er svo stutt síðan þú varst 25 ára mín kæra :) Það væri nú ekki verra að skella sér upp í vél til þín og missa svo af vélinni heim....

    SvaraEyða
  2. til hamingju með mini útgáfuna af þér! :)
    ps. mig dreymdi þig í nótt. þýðir það að ég þarf að draga úr bloggheimsóknum?

    SvaraEyða
  3. Flotta Rannsý, ánægð meðana! Og geggjað prjónavesti, fer henni rosalega vel :)
    Ég er líka ansi ánægð með Jóhannes bakaradreng, meira svona! Fanney frænka er í skýjunum :)
    Þessar cupcakes eru of girnilegar, Valla. Sjitt, af hverju er ég ekki nær???
    Löv,
    F.

    SvaraEyða
  4. Dagný, það fer kannski eftir því hvernig draumurinn var...? En sennilega er það bara staðfesting á því að þú átt að kíkja hingað reglulega og kommenta því það gerir mig svo glaða.

    SvaraEyða

við elskum comment!