16 janúar 2012

Góðan daginn allan daginn


Ég bý mér oft til drykki á morgnana með töfrasprotanum mínum. Ég er nú frekar vanaföst þegar kemur að þessum drykkjum mínum og algengasta blandan er nokkurnvegin svona, fer eftir því hvað er til hverju sinni (spínat/rucola er algjör snilld út í þetta...):

1/2-1 banani
nokkur frosin jarðarber
slatti af frosnum bláberjum
ca. 1 msk lífrænt hnetusmjör
1 egg
svolítið af lífrænu kókosmjöli
slurkur af vatni + hrísgrjónamjólk

Þetta er rosalega gott. Í morgun fór ég hinsvegar ótroðnar slóðir, átti hálfa appelsínu síðan í gær sem ég vildi ekki láta fara til spillis. Hef alltaf verið hrædd við að nota appelsínur í booztin mín, veit ekki alveg af hverju...en ætla að hætta því af því að morgundrykkurinn var mjög mjög góður.

1 banani
nokkur fersk jarðarber
slatti af frosnum bláberjum
1/2 appelsína
ca. 1 msk hnetusmjörið góða
kanil
smá sletta af eplasafa

Ég átti ekki lífrænt egg, annars hefði ég sett eitt svoleiðis.

Rólegur mánudagur framundan með litla lasna kútnum mínum.

2 ummæli:

  1. Mmm.. hljómar vel! Hef aldrei prófað appelsínu í búst, þarf að kanna það við tækifæri!
    Hérna eru 2 spælegg á hverjum morgni, maður fær nú ekki leið á því :)

    SvaraEyða
  2. Var ég búin að senda þér þessa síðu: http://jfine.se/
    Hún er ÆÐI!

    SvaraEyða

við elskum comment!