17 janúar 2012

Leitin að mojo-inu

Ég hef nú svosem ekki prjónað mikið í Stokkhólmi, eina peysu, nokkur vettlingapör og tvo kraga. Ég er  búin að týna mojoinu mínu hvað viðkemur prjónunum. Mamma sendi mér þetta gula og græna garn, ég prjónaði peysu sem átti að vera á Jóhannes, var ekki með uppskrift og slumpaði bara á eitthvað, út frá nokkrum uppskriftum sem ég fann. Þetta var útkoman og ég nenni engan veginn að rekja hana upp. Eins og glöggir geta séð ætti búkurinn að passa á soninn en ermarnar gætu passað á eins árs krakka. Um leið og ég kemst í saumavél verður peysunni breytt í stuttermalopapeysu. Eins klúðraði ég þessu fína vettlingapari á dögunum (sjá neðar).


Þessi fartölvuhlíf virkar svosem ágætlega.

Og þessi kragi er afar elskulegur, mjúkur og góður úr tvöföldum plötulopa. Gerður eftir þessari uppskrift hér: http://www.knittedbliss.com/2010/11/pattern-stockholm-scarf.html. Það er bara of gaman að prjóna svona útprjónað dót. Hann lítur að sjálfsögðu betur út í dag en á þessari mynd, var ekki búinn að þvo hann og fela enda og svona.


Svo gerði ég þetta fína rósavettlingapar. Sem átti að vera á Jóhannes. Fylgdi uppskrift og allt en þeir eru alveg glataðir. Ætla að rekja þá upp og betrumbæta. Bannað að gefast upp, verð að finna mojo-ið aftur!
Annars fann ég þessa fínu kertastjaka í ísskápnum hjá mér, í þeim var hörfræolía sem rann út fyrir tveimur árum (leigusalinn erfði okkur jú að ýmsu...).

3 ummæli:

  1. Hvað með leitina að Moj(it)o-inu?

    SvaraEyða
  2. ó Anna mín, ég gæti drepið fyrir einn slíkan. Hef þá leit strax í dag, takk fyrir tipsið!

    SvaraEyða
  3. Styð Önnu.. hljómar mun betur.
    Annars finnst mér þetta frábært hjá þér Valla, þessi hálsklútur þarna er unaður!! UNAÐUR!
    Peysan er lol.

    SvaraEyða

við elskum comment!