25 janúar 2012

Að nesta sig upp...

Þegar það tekur konu um klukkustund að komast í skólann og aðra klukkustund að fara til baka er mjög mikilvægt að nesta sig vel upp áður en haldið er af stað. Það gefur augaleið að enginn fer þessa leið fyrir minna en heilan dag og vonandi vel það. Maturinn á háskólasvæðinu er hvorki sá girnilegasti né sá ódýrasti og kaffið kostar hálft nýra. Sko svona gott kaffi sem mér finnst svo gott að drekka. Ef ég er alveg að sofna er gott ráð að stökkva niður í 7/11 sjoppuna sem er í háskólabyggingunni og kaupa sér vélarkaffi á 10kall. Ég hef sumsé ekki ennþá lagt í að fara með kaffi á brúsa með mér í skólann. Hreinlega nenni því ekki. Það er samt einn bekkjarfélagi minn sem hjólar alltaf um hálftíma leið í skólann OG kemur með kaffi á brúsa OG mjólk út í kaffið. Það kalla ég dugnað.

Allavega. Málið er sumsé að elda alltaf aukalega og eiga nesti til að taka með sér.

Áðan mallaði ég pottrétt með uppáhalds bragðinu mínu, bara til að eiga í nesti...náði í um fimm skammta og þeir fara í frystinn og svo getur maður gripið þetta með sér. Cummin, hvítlaukur, engifer, kókosmjólk, niðursoðnir kirsuberjatómatar, sætar kartöflur, gulrætur, kjúklingbaunir, kóríander...nammi :o)



Svo þurfa alltaf að vera til epli í ísskápnum, hnetusmjör í dalli, möndlur, bananar og vatnsflaska. Good to go!

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

við elskum comment!