22 janúar 2012

Snjókoma

Kannski er sænski veturinn að koma, það hefur allavega snjóað svolítið síðustu daga og á að vera kalt eitthvað áfram. Á sunnudagsmorgni sem þessum er svo liðið komið út að moka klukkan sjö. Um leið og fyrsta kornið mætir er byrjað að moka gangstéttarnar og strá á þær möl (sem er í þar til gerðum boxum sem eru hérna útum allt). Jón Gnarr hvað sko!

Annars sagði Dagens Nyheter um daginn að sumarið kæmi snemma þetta árið og í febrúar myndi byrja að vora. Þannig að hryllingssögurnar um sænska kuldann og snjóinn eiga ekki við um þennan vetur. Jóhannesi finnst það alveg glatað en við hin erum bara nokkuð sátt :o)

 

1 ummæli:

  1. Þetta er bara eins og í Höfuðborginni, fer allt á annan endann þegar smá flygsur hrynja af himni.

    SvaraEyða

við elskum comment!