25 maí 2012

Bananar og sól

Ég sit úti á svölum með kaffibollann og klukkan er að verða átta. Sumarið er komið í Stokkhólmi og ég veit eiginlega ekki hvernig ég á að reikna með að júlí verði - því júlí er víst heitasti mánuðurinn. Það voru 24 gráður í Hässelby í dag og það var sko heitt. Krakkarnir fara í stuttbuxum í skólann og fullt af fólki á ströndinni á hverjum degi. Ég roðnaði vel í sólinni í dag og svo fórum við Addi með Jóhannes á ströndina þegar þeir voru búnir í skólunum. Margir á sundfötunum að baða, leika sér í frisbí úti í vatninu, synda svolítið eða bara flatmaga í sólinni. Og grilla. Sumir koma með allt eldhúsið með sér og hita sér te og allt saman eftir matinn. 

Annars er lífið bara ljúft, vinkona mín er í heimsókn hjá okkur núna, stutt í sumarfríið og börnin kát.

Geitungarnir eru aðeins farnir að herja á okkur og við bíðum bara eftir bananaflugunum.

Bananaflugurnar eru hræðileg kvikindi. Þær eru lika til á Íslandi en ég hafði samt aldrei tekið eftir þeim fyrr en hérna í fyrrasumar. Þær elska allt sem er sætt, ávexti sérstaklega. Ávaxtaskálin er heimilið þeirra, líka ruslið, eldhúsvaskurinn og bara allt eldhúsið. Þær eru viðbjóður. Fjölga sér á NOTIME og það er sko bannað að skilja eftir hálfan ávöxt á eldhúsbekknum eftir að vertíð þeirra hefst. Ég hef alveg haft fyrir sið að skera t.d. hálfan banana út í AB mjólkina á morgnana og geyma svo rest þangað til eftir hádegið. Ó nei. Stranglega bannað.


2 ummæli:

  1. æj oj valla. þessi mynd er sóðaleg.
    úr fjarska var þetta eins og ís með súkkókurli - got that wrong!

    gott að heyra með sólina samt. ég er allavega abbó.

    SvaraEyða
  2. Einmitt það sem ég hugsaði með súkkulaðið :) og ég er líka abbó út í veðrið..

    En ógeðslegar flugur - ég gjörsamlega hata þær.

    SvaraEyða

við elskum comment!