21 maí 2012

Hjólapælingar

Hjónin á Maltesholmsvägen bíða nú óþreyjufull eftir sumarfríinu! Næst á dagskrá er að hjóla um borgina - en það er mjög einfalt hérna þrátt fyrir að eiga ekki hjól. Það er hægt að kaupa sumarkort (frá 1. apríl til 31. október) í svokölluðu city-bikes kerfi. Hjólin er að finna í sérstökum stöndum út um allt í miðbænum og þá er bara að sækja sér hjól og hjóla af stað. Maður má hafa hjólið í þrjár klukkustundir og skila því til baka í hvaða hjólastand sem er. Þetta er án efa frábær leið til að skoða borgina, og ekki jafn tímafrekt og að ganga - og kostar bara 250 kr. fyrir allt tímabilið. Skila seinni lokaritgerðinni eftir tvo daga...svo get ég farið að hjóla :o)


Engin ummæli:

Skrifa ummæli

við elskum comment!