01 maí 2012

Valborg og vorkoman

Nú er langri helgi að ljúka, en Svíar eru með rauðan dag bæði 30. apríl (Valborgarmessa) og svo að sjálfsögðu 1. maí. Veðrið hefur verið svakalega gott í dag og í gær, yfir 15 stiga hiti og sól. Við skelltum okkur á stöndina í gær - en þar getur Jóhannes dundað sér endalaust með skóflu og fötu. Það var svolítið af fólki þar, nokkrir að grilla og ein hugrökk ung kona stakk sér til sunds í kalt vatnið. Við dáðumst að henni og við Rannveig ræddum möguleikann á morgun-sjó sundi næstu daga - þangað til við óðum útí og fundum fyrir kuldanum (kuldaskræfur). Eftir útiveru allan daginn var ekki laust við að sjá mætti eldrauða upphandleggi, enni, bringu og háls á hinum ýmsu meðlimum Maltesholmsfjölskyldunnar!

Um kvöldmatarleytið gengum við/hjóluðum á leikvöll í næsta hverfi, Hässelby gård, þar sem átti að fagna vorinu og Valborgarmessu. Grillaðar pylsur, teppi, leikir, andlitsmálun...varðeldur og söngur (sem við heyrðum reyndar aldrei!). Ekki var nú varðeldurinn sérstaklega stór en þarna safnaðist saman slatti af fólki úr hverfinu og eftir níu mánuði könnuðumst við nú við nokkur andlit, heilsuðum nokkrum og áttum jafnvel orðaskipti við eins og tvær hræður. Gamla fólkið úr húsunum kringum okkur var NB ekki mætt þarna, annars hefðum við auðvitað þekkt mun fleiri ;o)

Johannes með nýjan myndasvip

Rannveig hitti vinkonu sína, Eveline

Stórglæsilegur varðeldur í uppsiglingu!

Í dag var sama blíðan, fótbolti á ströndinni og rólegheit. Ég var nú mest að læra en stalst aðeins út í sólina líka (með sólarvörn í þetta skiptið!). Addi var að ljúka áfanga á föstudaginn og ég skila lokaritgerð á morgun og byrja á annarri sem á að skila í lok maí. Addi byrjar svo í síðasta áfanganum í MA náminu á morgun, ótrúlegt hvað þetta er fljótt að líða! Hann á bara eftir MA ritgerðina og starfsþjálfun (sem enn er óvíst hvar fer fram).

Og að lokum:

Jóhannes með grímuna sína sem hann bjó til "aldeilis" sjálfur. Stalst í garn frá móður sinni og batt í blaðið og rændi svo sólgleraugum systur sinnar. "Ó hvað kreatívur hann er!"

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

við elskum comment!