30 maí 2012

Rannveig kennari

Rannveig er búin að vera í "Teater" í vetur ásamt fleiri stelpum úr Hässelby. Þetta er sumsé leiklistarstarf á vegum borgarinnar, hluti af því tómstundastarfi sem krökkum stendur til boða eftir skóla. Rannveig taldi að hún hefði ekki alveg nógu mikið að gera með fjórar sundæfingar á viku og vildi endilega fylgja vinkonum sínum í leiklistina :)

Uppskeruhátíðin var svo í gærkvöldi þar sem hópurinn sýndi leikrit sem hann samdi í sameiningu. Það fjallaði um kennara og mis-óþekka nemendur. Rannveig lék kennarann og reyndi að hafa hemil á liðinu, afar ströng á svip.

Hér má sjá hópinn að lokinni sýningu í gær.


2 ummæli:

  1. Virkilega smart hárkolla :)

    ARF

    SvaraEyða
  2. Hún Rannveig er algjörlega að blómstra í Svíþjóð! Skítt með Kassann, þetta var það besta sem gat komið fyrir Rannsý mína, hún er snillingur! Fannsa frænka er með gæsahúð af stolti :) :) :)

    SvaraEyða

við elskum comment!